Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 39
1 SKRIÐNAFELLSNUPI Á BARÐASTRÖN D Síðsumars árið 1987 unnu jarðfræðinemar við gerð jarðfrœðikorts af Skriðna- ---------fellsnúpi á Barðaströnd og nágrenni. Fátt bar til tíðinda þar til kom að lokum verksins og mæla átti efsta hraunlag núpsins, þá gat að líta heldur óvenjulega sjón. Skáhallt út úr klettavegg, rúman metra, skagaði sívöl bergsúla, um 30 sentimetrar í þvermál. Við nánari eftirgrennslan komu fleiri samskonar myndanir í Ijós, en þó ekki eins formfagrar og sú jyrsta. Eftir lauslega athugun þótti Ijóst að hér vœri um að ræða afsteypur trjábola sem myndast þegar bergbráð fyllir holrými er trjábolir hafa skilið eftir sig í hrauni. Magnús Á. Sigurgeirsson (f. 1963) lauk B.S.-prófi í jarðfræði frá Háskóla Islands 1989 og meistaraprófi 1992. Magnús starfaði á Jarðhitadeild Orkustofnunar 1992-1996. Fráárinu 1996hefurhann starfað sem úti- bússtjóri Vatnamælinga Orkustofnunar á Austurlandi með aðsetur á Egilsstöðum. Magnús hefur á undan- förnum árum einnig unnið við athuganir á gjósku- lögum, einkum í tengslum við fomleifarannsóknir. Sveinn P. Jakobsson (f. 1939) lauk mag.scient.-prófi í bergfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1969 og doktorsprófi frá sama skóla 1980. Sveinn hefur starfað sem sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Islands síðan 1969. Hann hefur einnig verið forstöðumaður sömu stofnunar í alls tíu ár. MAGNÚS Á. SIGURGEIRSSON OG SVEINN P. JAKOBSSON Ekki voru gerðar frekari athuganir á afsteypunum að þessu sinni. Sumarið 1990 var farið aftur á sama stað og þá fyrir tilstuðlan Náttúrufræðistofnunar íslands. Var ein afsteypan, sú sem fyrr var nefnd, tekin niður að hluta í þeim tilgangi að koma henni fyrir í sýningarsal Náttúru- fræðistofnunar. Mun hún þar verða fólki til sýnis í framtíðinni. Skriðnafellsnúpur er við vesturmörk Barðastrandar. Hann er 441 m hár og liggur í VNV-ASA stefnu. Að austan er núpurinn þverhníptur og hömrum gyrtur en aflíðandi til vesturs (1. og 2. mynd). Skammt austur af núpnum liggur þjóð- leiðin milli Barðastrandar og Patreks- fjarðar og blasir hann þaðan við vegfar- endum. Vestfirðir tilheyra elstu jarðmyndun landsins, svonefndri blágrýtismyndun, sem varð til í eldsumbrotum á N-Atlants- hafssvæðinu á tertíer, fyrir meira en 2 miljónum ára. íslenska blágrýtismyndunin nær annars vegar yfir Vestur- og Norður- land, frá Hvalfirði til Skjálfanda, og hins vegar Austurland frá Þistilfirði til Skeiðarár. Elsta bergið er 14—16 miljón ára gamalt. Blágrýtismyndunin er að mestum hluta úr basalthraunum og þunnum setlögum, yfirleitt rauðleitum, sem eru á milli hraunanna. Náttúrufræðingurinn 67 (1), bls. 33-43, 1997. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.