Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 59
Vatnsdalshólar
ÁGÚST GUÐMUNDSSON
rennt var lengi talið óteljandi
á íslandi: eyjarnar á Breiða-
firði, vötnin á Tvídœgru og
hólamir í Vatnsdal. Ýmsar
kenningar voru uppi um myndun Vatns-
dalshóla og að mati nútímamanna gœtu
sumar þótt langsóttar. Hér verður sagt
stuttlega frá athugunum á Vatnsdals-
hólum og nágrenni þeirra og síðan
reifaðar ályktanir um hvernig þeir geti
hafa myndast. Þessar ályktanir eru á
annan veg en viðteknar kenningar
síðustu sex áratuga um myndun
hólanna.
Þorvaldur Thoroddsen
var um margt brautryðjandi í rannsóknum
á jarðfræði íslands. Hann skoðaði Vatns-
dalshóla seint á síðustu öld og myndaði sér
skoðun á tilurð þeirra. í ferðabókinni segir
hann frá ferð árið 1888 er hann kom í
Vatnsdalshóla og taldi þá vera myndaða á
mótum tveggja jökulstrauma, sem gengu út
Vatnsdal og Víðidal. Líþarít sem finnst í
hólunum taldi hann vera komið úr Vatns-
dalsfjalli ofan við bæinn Hvamm. Arið
1897 segir Þorvaldur aftur frá Vatnsdals-
hólum og í það sinn telur hann þá vera
Ágúst Guðmundsson (f. 1949) lauk B.S.-prófi í
jarðfræði frá Háskóla fslands 1976. Hann starfaði hjá
Vatnsorkudeild Orkustofnunar til ársins 1990, einkum
við undirbúningsrannsóknir fyrir jarðgöng og vatns-
aflsvirkjanir. Ágúst hefur síðan starfað við eigið fyrir-
tæki, nú Jarðfræðistofu ÁGVST ehf.
myndaða þannig að skriða hafi fallið úr
Vatnsdalsfjalli nærri bænum Hvammi út á
skriðjökul. Jökullinn hafi síðan þokað
efninu norður eftir og loks bráðnað undan
því og lagt upphaflega skriðuefnið til í
hólaþyrpingu við utanvert Flóðið. Hann
taldi því að Vatnsdalshólar væru jökul-
ruðningur. Loks getur Þorvaldur Vatns-
dalshóla í Lýsingu íslands og telur þá vera
sumpart fornar jökulöldur og sumpart
skriðuefni sem hlaupið hafi yfir jökul og
lagst í núverandi horf við bráðnun hans.
Jakob H. Líndal
ritaði grein í Náttúrufræðinginn árið 1936
og skýrði þar myndun Vatnsdalshóla á
þann hátt sem síðan hefur þótt full-
nægjandi. Jakob lýsir vel staðháttum í
Vatnsdal og Vatnsdalsljalli. Hann getur
þess að hvergi votti fyrir jökulleir í
Vatnsdalshólum né heldur séu þeir núnir
eða þvegnir af vatni. Þá sé sömu berggerð
og hólarnir eru úr aðeins að finna uppi í
Vatnsdalsfjalli. Jakob beinir síðan sjónum
að Vatnsdalsfjalli og finnur þar líklega
staði er Vatnsdalshólar gætu verið ættaðir
úr. Sá staður sem landfræðilega væri lík-
legastur er í Jörundarfelli, en samsetning
bergsins fellur ekki að efnisgerð Vatns-
dalshóla. Hann telur því að úr Jörundar-
skál hafi hlaup steypst fram á ísaldartíma
og efnið úr henni sé l'arið veg allrar verald-
ar. Næst hugleiðir Jakob að ljalllendið
norðan Jörundarfells liafi fyrrum verið
miklu hærra en nú, en efsti hluti fjallsins
hafi hlaupið niður í Vatnsdalinn. Þar séu
Náttúrufræðingurinn 67 (1), bls. 53-62, 1997.
53