Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 18
runnunum og skilja við þær án þess að fara með þær á varpstaðina. Nákvæmari athuganir á dreifingu karl- dýra við nýlegar kúadellur (5-80 mín. gamlar), bæði í Englandi (1978 og 1979) og á íslandi (1981 og 1984), sýndu að hún er fjarri því að vera tilviljunarkennd. Marktækur munur reyndist vera á stærð karla eftir því hvort þeir voru paraðir við kvenflugu eða ekki og hvar þeir héldu sig (Hrefna Sigurjónsdóttir 1980, Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason 1995). Niðurstöðum ber vel saman en þar sem íslenska athugunin er nákvæmari er meira á henni að byggja. Karldýr sem eru með maka á dellunum eru að meðaltali marktækt stærri en önnur karldýr. Þessir karlar eru ýmist að makast við kvenflugu eða verja hana á meðan hún verpir. Samanburður á stærð þeirra sem voru að verja kvenflugu og þeirra sem voru að eðla sig sýndi að þeir voru álíka stórir. Stakir karlar í makaleit á dellunni koma næstir og eru þeir marktækt stærri en þeir sem leita sér að kvenflugu í grasinu í kring eða eru að eðla sig þar (sbr. 7. mynd). Rétt er að minna á að flugurnar eru ekki alltaf kyrrar á meðan þær eru að makast og að stöku karldýrin eru oft mjög hreyfanleg. Ofangreind niðurstaða byggist því á meðaltölum sem endurspegla líkur á að finna misstór karldýr á ólíkum stöðum. Eitt af því sem leitaði á hugann eftir rannsóknirnar á Englandi var að athuga hvort aldur (ferskleiki) dellunnar hefði áhrif á þá dreifingu sem var lýst hér að ofan. Fjöldi stakra karlflugna er mestur við 20—40 mínútna gamlar kúadellur en fram- boð á stökurn kvenflugum minnkar stöðugt með aldri dellunnar (Parker 1970b). Það var því áhugavert að kanna hvort minna væri um lítil en stór stök karldýr á dellunni þegar þéttleikinn er mestur og samkeppnin væntanlega mest. Einnig var hugsanlegt að þeir karlar sem kæmu fyrstir á staðinn og nytu þess að þá væri tiltölulega mikið framboð á kvendýrum væru stærri en aðrir. í allt safnaði ég 982 stökum körlum og 395 pöruðum til að fá svör við þessum spurningum. Engin marktæk tengsl reyndust vera á milli aldurs dellu og stærðar karldýra svo svörin við spurn- ingunum hér að ofan voru neikvæð (Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason 1995). Þessi niðurstaða bendir m.a. til að stærri karldýrin hafi eftir einhverju að slægjast þó mykjan sé ekki fersk og þá kemur fyrst upp í hugann möguleiki þeirra til að ráðast á pör og reyna að ná sér í kvenflugu á þann máta. ATHUGANIR Á HEGÐUN EINSTAKLINGA Sú mynd sem hefur verið dregin af dreifingu karldýranna hér að framan byggist á túlkunum á niðurstöðum mælinga á dýrum sem safnað var á og í kringum misgamlar kúadellur. Til að fá nákvæmari upplýsingar um atferli karl- dýranna var hegðun stakra einstaklinga skráð frá því að þeir komu á varpstað og þar til þeir yfirgáfu hann eða þar til þeir náðu sér í kvenflugu. Körlunum var skipt í tvo flokka, annars vegar áberandi stóra og hins vegar meðalstóra og litla (hér eftir kallaðir litlir). Þessum rannsóknum vann ég að í Finnlandi í júní 1992. Ég fylgdist með 86 karldýrum, 38 stórum og 48 litlum, við kúadellur sem voru allar álíka stórar (500 cm2). Aðeins 12 karlar af þessum 86 (14%) náðu sér í maka en hinir gáfust upp og fóru í burtu. Þeim stóru gékk þó miklu betur að ná sér í kvenflugu því af þessum 12 voru 10 stórir. Upplýsingar um þéttleika flugna við dellurnar voru skráðar í 64 tilfellum af þeim 72 þegar karlar komu fljúgandi, leit- uðu að maka án árangurs og yfirgáfu svo svæðið. Þær niðurstöður sem eru gefnar upp hér á eftir byggjast á athugunum á hegðun þessara 64 karldýra. I ljós kom að flestir standa stutt við en sá sem dvaldi lengst var í meira en 1 klst. við varpstaðinn (8. mynd). Ekki reyndist vera tölfræðilega marktækur munur á stórum og litlum körlum hvað viðveru snertir* og *t próf: t = 1,45, p= 0,152 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.