Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 51
Gróður í
ÍSLENSKUM TÚNUM
«*
Grasnytjar hafa um aldir
verið forsenda fyrir búfjár-
haldi hér á landi. Fram á
— þessa öld var stór hluti af
fóðri búfjárins sóttur á gróna útjörð,
bœði sem beit og heyfóður. Efbeit eða
heyfengur brást varð fellir á fénaði og
fólki. Landbúnaður á íslandi byggist
enn á grasnytjum, en nú er fóður af
rœktuðu landi miklu stœrri hluti
heildarfóðursins en áður var. Það
skiptir því miklu að velja réttar teg-
undir í túnin og nýta þau skynsamlega.
■ FYRSTU TÚNIN
Þegar menn settust að á íslandi völdu þeir
sér bæjarstæði af kostgæfni. Þar þurfti að
huga að ýmsu, m.a. að landið væri
sæmilega þurrt. Oft hefur þurft að eyða
hrísi eða kjarri til að fá túnstæði. Fljótlega
hafa orðið til skikar í kringum bæina, sem
smám saman urðu frjósamari en landið í
kring, bæði vegna áburðar frá búpeningi
og úrgangs frá mannfólkinu. Frjósemi
Guðni Þorvaldsson (f. 1952) lauk B.Sc.-prófi í
búvísindum frá Búvísindadeildinni á Hvanneyri 1975
og Ph.D-prófi frá landbúnaðarháskólanum íUppsölum
árið 1987. Hann starfaði við Tilraunastöðina á
Sámsstöðum 1975-1977 og var ráðunautur hjá
Mjólkurbúi Flóamanna 1978-1979. Guðni starfaði á
Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1980-1981 og
afturfrá 1989.
túnanna, hæfilegt rakastig og nýting
skapaði skilyrði sem hentuðu ýmsum
grastegundum og tvíkímblöðungum vel.
Með landnemum hefur borist til landsins
fóður, sáðkorn o.fl. sem í var fræ, og telja
ýmsir að sum eldri túngrasa okkar hafi
borist til landsins með manninum, t.d.
varpasveifgras, knjáliðagras, skriðlíngresi
o.fl. (Steindór Steindórsson 1954).
A liðnum öldum hafa menn gert til-
raunir með innflutning á nýjum tegundum
þó ekki hafi það orðið að marki fyrr en í
byrjun þessarar aldar (Sturla Friðriksson
1956, Áslaug Helgadóttir 1996). Helstu
tegundir sem bæst hafa í íslensk tún með
innflutningi og náð útbreiðslu eru vallar-
foxgras, háliðagras og í litlum mæli rauð-
smári og beringspuntur. Ymsar aðrar
tegundir hafa verið prófaðar en ekki náð
mikilli útbreiðslu, t.d. hávingull, axhnoða-
puntur, sandfax og fjölært rýgresi. Hins
vegar hefur mörgum erlendum stofnum af
tegundum sem hér vaxa verið sáð í tún
með góðum árangri.
■ SÁNING
Meirihluti túna er þannig til kominn að
landi hefur verið bylt (plægt eða tætt) og
síðan sáð í það, oftast blöndu af gras-
tegundum. Einnig eru til tún sem ekki
hefur verið sáð til, heldur hafa þau
upphaflega verið náttúrulegt gróðurlendi.
Sum þeirra eru ævagömul.
Náttúrufræðingurinn 67 (1), bls. 45-52, 1997.
45