Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 54
Athugunin fór þannig fram að túnunum var skipt niður eftir aldri, meðferð og fleiri þáttum í samráði við bændurna. Þau voru síðan gróðurgreind með því að henda járnhring (57 sm í þvermál) út á 5-7 stöðum í hverju túni og var þekja einstakra tegunda í hringnum metin í prósentum. Meðaltal þessara mælinga var látið gilda fyrir hvert tún. ■ GRÓÐURFAR Aldur túnanna er mjög breytilegur. A sumum bæjum eru enn til aldagömul tún sem gætu verið frá fyrstu byggð á viðkomandi bæ. Meðalaldur túnanna sem sáð hefur verið til var um 25 ár. I 1. töflu sést í hve mörgum túnum einstakar tegundir eða tegundahópar fundust. Hálíngresi og skriðlíngresi eru saman í hóp en hálíngresið er þó mun algengara (2. mynd). Túnfífill (75% af hópnum) og skarifífill eru saman, ennfremur skriðsóley og brennisóley, en brennisóley er mun algengari (80% af hópnum). Allar starir eru í einum hóp, en aðaltegundirnar eru stinnastör, mýrastör og gulstör. Elftingar (mýrelfting, vallelfting og kló- elfting) eru saman í hóp og sömuleiðis möðrur (gulmaðra og hvítmaðra) og fífur (klófífa og hrafnafífa). Tegundaheiti eru í samræmi við flóru Harðar Kristinssonar (1986) nema hvað Festuca rubra er notað yfir bæði F. rubra og F. richardsonii. Alls fundust rúmlega 50 tegundir; þar af voru 13 í meira en 20% túnanna. Þó að svo margar tegundir hafi fundisl í túnunum eru tiltölulega fáar þeirra með mikla þekju. Á 3. og 4. mynd er meðalþekja helstu grasa og tvíkímblöðunga sýnd. Þessar þrettán tegundir sem áður er getið höfðu allar meiri þekju en 0,5% og ef til vill má líta á þær sem einkennistegundir íslenskra túna. Þessar tegundir eru vallarsveifgras, snar- rótarpuntur, vallarfoxgras, hálíngresi, tún- vingull, varpasveifgras, háliðagras, knjá- liðagras, haugarfi, brennisóley, túnsúra, túnfífill og vegarfi. Vallarsveifgras er algengasta tegundin. Það hefur verið notað í flestum fræ- blöndum fyrir tún og berst einnig í tún eftir 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.