Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 54
Athugunin fór þannig fram að túnunum var
skipt niður eftir aldri, meðferð og fleiri
þáttum í samráði við bændurna. Þau voru
síðan gróðurgreind með því að henda
járnhring (57 sm í þvermál) út á 5-7 stöðum
í hverju túni og var þekja einstakra tegunda
í hringnum metin í prósentum. Meðaltal
þessara mælinga var látið gilda fyrir hvert
tún.
■ GRÓÐURFAR
Aldur túnanna er mjög breytilegur. A
sumum bæjum eru enn til aldagömul tún
sem gætu verið frá fyrstu byggð á
viðkomandi bæ. Meðalaldur túnanna sem
sáð hefur verið til var um 25 ár.
I 1. töflu sést í hve mörgum túnum
einstakar tegundir eða tegundahópar
fundust. Hálíngresi og skriðlíngresi eru
saman í hóp en hálíngresið er þó mun
algengara (2. mynd). Túnfífill (75% af
hópnum) og skarifífill eru saman, ennfremur
skriðsóley og brennisóley, en brennisóley
er mun algengari (80% af hópnum). Allar
starir eru í einum hóp, en aðaltegundirnar
eru stinnastör, mýrastör og gulstör.
Elftingar (mýrelfting, vallelfting og kló-
elfting) eru saman í hóp og sömuleiðis
möðrur (gulmaðra og hvítmaðra) og fífur
(klófífa og hrafnafífa).
Tegundaheiti eru í samræmi við flóru
Harðar Kristinssonar (1986) nema hvað
Festuca rubra er notað yfir bæði F. rubra
og F. richardsonii. Alls fundust rúmlega 50
tegundir; þar af voru 13 í meira en 20%
túnanna.
Þó að svo margar tegundir hafi fundisl í
túnunum eru tiltölulega fáar þeirra með mikla
þekju. Á 3. og 4. mynd er meðalþekja helstu
grasa og tvíkímblöðunga sýnd. Þessar
þrettán tegundir sem áður er getið höfðu
allar meiri þekju en 0,5% og ef til vill má líta á
þær sem einkennistegundir íslenskra túna.
Þessar tegundir eru vallarsveifgras, snar-
rótarpuntur, vallarfoxgras, hálíngresi, tún-
vingull, varpasveifgras, háliðagras, knjá-
liðagras, haugarfi, brennisóley, túnsúra,
túnfífill og vegarfi.
Vallarsveifgras er algengasta tegundin.
Það hefur verið notað í flestum fræ-
blöndum fyrir tún og berst einnig í tún eftir
48