Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 42
Skriðnafellsnúpur 150 H Þóleiít 3 Ólivínþóleiít | Dílótt þóleiít m Helstu millilög I Rétt segulmagnað □ Öfugt segulmagnað !«i? Efnagreint bergsýni NG 53; 'gangur afsteypa • NG 50 ■ NG 46 - NG 37 - NG 29 - NG 28a 3. mynd. Jarðlög t Skriðnafellsnúpi. Efnagreind hraun eru merkt með örvum. Stratigraphic column of Skriðnafellsnúpur. - Arrows point to chemically ana- lysed rock samples. bendir til að núpurinn liggi í kabasít- thomsonít-beltinu, samkvæmt skilgreiningu Walkers (1960), og að nálægt 200 metrar gætu því hafa rofist ofan af honum eftir að upphleðslu lauk. Fjölbreytileiki í gerð ummyndunarsteinda er mestur neðst í Skriðnafellsnúpi, þ.e. neðan 100 m y.s. Þar má m.a. finna geislasteinana kabasít, thomsonít, levýn, stilbít og analsím. I efri hluta núpsins eru kabasít og kalsít ráðandi steindir, auk ókristallaðs kísils. Þegar ofantaldar steindir mynduðust gæti hiti í berginu hafa verið allt að 100°C (Hrefna Kristmannsdóttir 1979). ■ FUNDARSTAÐUR AFSTEYPANNA Afsteypurnar fundust í kletta- nefi í efstu og fremstu brún Skriðnafellsnúps (4. mynd). Nefið er allt að tíu metra hátt, og snúa hliðar þess mót austri annars vegar og suðri hins vegar. Afsteypurnar eru í klettavegg sem snýr mót austri. Ganga má meðfram nefinu um bratta skriðu og mjóa syllu, alls 60-70 metra. Bergið er sprungið og laust í sér og verður að fara þarna um með mikilli gát. Hraunlagið með afsteypun- um, efsta hraunlag fjallsins, er a.m.k. 9,5 m þykkt en nokkuð hefur rofist ofan af því. Neðsti hluti hraunlagsins, 0,5-1 m, er kargakenndur og næst undir því er rautt millilag sem er allt að 1 m að þykkt. A einum stað liggur berggangur upp í gegn- um hraunlagið (5. mynd). Afsteypurnar, sem eru sjö talsins, koma allar fyrir í neðri hluta og miðhluta hraunlags- ins. Þvermál þeirra er á bilinu 20-75 cm og eru þær ýmist kringlóttar eða eitthvað af- myndaðar. Allar liggja þær því sem næst lárétt nema ein sem skagar með 60° halla út úr klettaveggnum (6. mynd). Stefnan er breytileg en oftast þó suðaustlæg, þ.e. inn í bergstálið. Mesta sjáanlega lengd er um tveir metrar. Tvennt er einkum áberandi í útliti afsteypanna. Annars vegar brún þunn skorpa úr ummynduðu (palagónít- iseruðu) basaltgleri og hins vegar regluleg stuðlun sem liggur geislótt út frá miðju (6. mynd). I klettaveggnum sem snýr mót suðri koma fram vísbendingar unt það umhverli sem afsteypurnar mynduðust í. Þarna fundust fimm tóm trjábolaför en hins vegar engar afsteypur. Sýnir það hversu afsteyp- 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.