Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 28
bandinu við Guð og fegurð sköpunarverks hans með vélrænni skilgreiningu á manni og náttúru. Skömmu síðar skall iðn- byltingin á af fullum þunga með eiturspúandi verk- smiðjum, barnaþrælkun í kolanámum og skítugum iðnaðarborgum. Þó svo að fólk flykktist til borganna og verksmiðjanna í von um betri kjör voru þeir margir sem sýttu þessa þróun og þráðu afturhvarf til einfald- ari lífshátta nær guðs- grænni náttúru. Þannig skrifaði Henry David Thoreau, sem enn í dag er andlegur guðfaðir margra umhverfisverndarsinna í Bandaríkjunum, um einfalt líf sitt við Waldentjörn þar sem hann íhugaði fegurð og samræmi sköpunar- verksins á daglegum labbitúrum og skrifaði af kaldhæðni um járnbrautir, gufuvélar og önnur verk hins manngerða heims, sem voru að breyta heimalandi hans í stórveldi. „I hinni óspjölluðu náttúru felast bjargráð heimsins" var grunntónninn í heimspeki hans. í sinni öfgakenndustu mynd má segja að þessi rómantíska umhverfisverndarstefna sé andóf gegn öllum tækniframförum, sót- svört afturhaldsstefna. Til eru fámennir öfgahópar á borð við bandarísku samtökin Earth First!, sem lýsa mannkyninu í ritum sínum sem krabbameini á Móður Jörð, fagna eyðnifaraldrinum sem aðferð náttúr- unnar til að halda þessari óværu í skefjum og predika afturhvarf, kannski ekki til steinaldar en til lifnaðarhátta á borð við þá sem Amish-fólkið stundar enn þann dag í dag, þar sem fólk ekur um í hestvögnum og ræktar sitt grænmeti án tilbúins áburðar og eiturefna. Slíkar hugmyndir um afturhvarf til ein- faldari lífshátta hafa alltaf átt nokkru fylgi að fagna. í dag gætu þær t.d. lýst sér í þörf fyrir að komast öðru hvoru í snertingu við „raunveruleg- an veruleika“ á gönguferð í óbyggðum eftir að hafa eytt of miklum tíma í sýndarveru- leika Internetsins og hins rafræna skemmtanaiðnaðar. Hjá flestum fylgismönnum „rómantískrar umhverfis- verndarstefnu" er hún þó ekki barátta gegn allri tækni- þróun og athafnasemi mannsins, heldur fremur áminning um að við megum ekki gleyma alveg gömlum gildum og fórna hinu nátt- úrulega umhverfi; missa ekki alveg tengslin við náttúruna og sköpunar- verkið í dýrkun á mammon og eigin getu. Það er þessi rómantíska hugsjón sem lá að baki stofnun fyrstu þjóð- garðanna í Bandaríkjunum og Evrópu og er enn í dag grundvöllur náttúruverndar (í þröngum skilningi þess orðs) hjá a.m.k. hinum ríkari þjóðum heims. Þetta sjónarmið er kannski best túlkað með eftirfarandi orðum Sigurðar Þórarins- sonar jarðfræðings, sem verður varla sak- aður um að vera neinn andstæðingur vísindahyggju, en hann sagði á fundi Hins íslenska náttúrufræðifélags árið 1949; „Við lifum á tímum sem meta flest til silfurs og seðla og kalla það raunsæi, en nefna e.t.v. trú á þau verðmæti, sem ég hef hér talið að vemda þyrfti, rómantík og flótta frá veruleikanum. En til eru þau verðmæti, sem ekki verða metin til fjár og eru það þó þau, sem gefa mannlegu lífi innihald og meiningu og er ekki vafasamt raunsæi að vanmeta þau? Seðlarnir fúna og við, sem þeim söfnum, fúnum líka, en við fáum ekki flúið dóm komandi kynslóða um það, hvernig við skiluðum landinu okkar í þeirra hendur. Það er stundum hægt að bæta tjón af fjármálalegum og pólitískum afglöpum, en fordjarfanir á náttúrumenjum eru í flokki þeirra afglapa, sem ekki verða bætt. Allt gull veraldar getur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl og engin nýsköpunartækni getur byggt Rauðhólana upp að nýju.“ 1. mynd. Hugmyndafrœði hefð- bundinnar umhverfisverndar má rekja til Frakkans Jacques Rousseau (1712-1778) en hann er jafnframt talinn upp- hafsmaður rómantísku stefn- unnar. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.