Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 32
heldur dyggðahring. Ef einstaklingar og fyrirtæki græða að öllu jöfnu á því að vera umhverfisvæn - eins og sumir hagfræðingar hafa nýlega haldið fram - og menn vita almennt af þessu orsakasamhengi þá þarf ekki viðamikið eftirlitskerfi eða sterkan refsivönd af hálfu hins opinbera - menn munu breyta rétt einfaldlega vegna þess að þeir græða á því. Auðhyggja og um- hverfisvernd væru nánast orðnar tvær hliðar á sömu krónu og markaðurinn sér um málið. Samt er það varla raunin í dag að við getum sýnt beint fram á að ströng umhverfisvernd skili beinhörðum pening- um í kassann. Þvert á móti þá fer hin hefðbundna umhverfisverndarhyggja og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar - ef við skilgreinum hana sem fyrst og fremst hagfræðilega hugmynd - oft ekki saman. Tökum dæmi, fyrst af tilviki þar sem hag- fræðileg sjónarmið í umhverfisvernd virðast stangast á við viðurkenndar hug- myndir. Flest dýraverndar- og umhverfis- verndarsamtök sameinuðust um að krefjast alþjóðlegs banns á verslun með fflabein til að bjarga Afríkufflnum frá útrýmingu. Nokkur ríki hafa hins vegar farið þá leið að selja veiðileyfi á takmarkaðan fjölda dýra, einkum til ríkra hvítra spennufíkla, og selja tennurnar úr föllnum dýrum. Með þessu skapast eignarréttur yfir fílunum og innfæddir sjá sér hag í að viðhalda stofn- inum og berjast gegn veiðiþjófum. Flest umhverfisverndarsamtök hafa lagst á móti þessu fyrirkomulagi og talið þetta ósiðlegt meðal, jafnvel þó sýna megi með rökum að það virðist ná tilganginum betur en í „bannlöndum", þar sem veiðiþjófar haga sér í samræmi við lögmál framboðs og eftirspurnar en ekki eftir alþjóðlegum sam- þykktum. Á hinn bóginn kunnum við, jafnvel þó að við séum gallharðir fylgismenn sjálf- bærrar þróunar og „skynsemishyggju“, að vilja ganga lengra en hagfræðiútreikningar einir segja til um; að meta einhverja hluti út frá öðru en hreinum arðsemisjónarmiðum. Hreinn peningaútreikningur, svo tekið sé alveg fráleitt dæmi, gæti sýnt fram á að kostnaður þjóðfélagsins vegna lítilsháttar greindarskerðingar nokkurra barna í Reykjavík vegna blýmengunar væri minni en kostnaður bifreiðaeigenda við að nota blýlaust bensín. Samt eru þeir væntanlega fáir sem vildu taka ákvörðun um aðgerðir gegn blýmengun í andrúmslofti á Islandi eingöngu út frá slíkum útreikningum og taka budduna fram yfir börnin. B „DJÚP" OG „GRUNN" UMHVERFISVERND Hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar er ráðandi í allri opinberri umræðu um um- hverfisvernd í heiminum í dag, en hún á sér þó gagnrýnendur. Sumir telja að hún sé ekki aðeins ónógur grundvöllur í umhverf- isverndarstefnu, heldur sé hún jafnvel skaðleg vegna þess að hún beini athyglinni frá rót vandans. Fylgismenn róttækrar um- hverfisverndar eru margir undir áhrifum frá kenningum Norðmannsins Arne Næss um „djúpa vistfræði" (deep ecology), sem boðar nauðsyn þess að hverfa frá því að hugsa eingöngu út frá hag mannsins og taka þess í stað ákvarðanir með hagsmuni vistkerfis jarðar í heild í huga. Næss kallar umhverfisverndarstefnu sem einblínir á aðgerðir eins og hertar mengunarvarnir og aukna endurvinnslu „grunna vistfræði“, eða „ljósgræna" umhverfisvernd, sem kunni að slá vand- anum á frest en hrófli ekki við rót hans. „Djúp“ eða „dökkgræn" umhverfisvernd krefst hins vegar grundvallarviðhorfs- breytingar í mannlegu samfélagi, þar sem sjálft tækni- og neyslusamfélagið og hag- vaxtarhyggjan er dregin í efa. Segja má að „djúp vistfræði“ sé nútíma- birtingarform hinnar hefðbundnu eða rómantísku umhverfisverndarstefnu, en hún telur sig þó eiga traustan vísindalegan bakhjarl í kenningum vistfræðinnar. Hug- myndin um sjálfbæra þróun (eins og hún er skilin af flestum stjórnmálamönnum a.m.k.) er hins vegar skv. þessum kenningum dæmi um umhverfisvernd af grynnri gerðinni. Sjálfbær þróun krefst 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.