Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 40
I. mynd. Skriðnafellsnúpur á Barðaströnd séður úr austri. - Mt. Skriðnafellsnúpur viewed from the east. Ljósm./Photo: Magnús A. Sigurgeirsson. ■ STEINGERÐAR GRÓÐURLEIFAR FRÁ TERTÍER Nokkrar rannsóknir hafa farið fram á blágrýtismyndun Vestfjarða, s.s. á upp- hleðslu hraunlagastaflans, aldri og milli- lögum hrauna. Frá árinu 1984 hafa jarð- fræðinemar við Háskóla Islands kortlagt jarðlög á Barðaströnd og hafa niðurstöður verið lagðar fram í B.S.-ritgerðum og skýrslum. Samkvæmt rannsóknum McDougall o.fl. (1984) liðu að jafnaði um fimm |rúsund ár á milli þess sem hraun runnu á vestan- verðum Vestfjörðum. Athuganir Roaldset (1983) leiddu í ljós að millilögin hafi upprunalega verið mestmegnis úr gjósku. Þegar gjóskan síðan ummyndaðist í tímans rás, í röku og hlýju loftslagi, sköpuðust ákjósanleg skilyrði til jarðvegsmyndunar. Sums staðar eru varðveitt þykk setlög sem sest hafa til í stöðuvötnum. I þeim finnast steingerðar leifar gróðurs, s.s. trjábolir, blaðför, fræ og frjókorn, sem veita mikilvægar upplýsingar um flóru og loftslag á tertíer. Steingervingarnir gefa til kynna að hérlendis hafí vaxið ýmsar kulvísar tegundir trjáa og plantna við sambærileg skilyrði og nú eru í laufskógabelti austanverðra Bandaríkjanna (Leifur A. Símonarson 1981). Kolaðirútflattirtrjábolir, svokallaður viðarbrandur, benda til að stórvaxin tré hafi vaxið hér á þessum tíma. I hraunlögunum sjálfum geta einnig varðveist ýmis merki um trjágróður, s.s. trjábolaför og afsteypur trjábola, auk afsteypa af könglum og koluðum viði (sjá samantekt hjá Friedrich 1968). Á Vestfjörðum eru trjábolaför algeng í hraunum. Finnast þau einkum við neðri lagmót hraunlaga. í Skriðnafellsnúpi fundust slík för í sex hraunlögum. Trjá- bolaför eru talin myndast á eftirfarandi hátt: Þegar trjábolur hylst hrauni tekur fyrir aðstreymi súrefnis, sem veldur því að skjótur bruni getur ekki átt sér stað. Bolurinn heldur lögun sinni á meðan hraunið storknar og síðar þegar viðurinn kolast og eyðist myndast holrými, þ.e. trjábolafar. Trjábolaafsteypa verður til þegar trjábolafar fyllist af bergbráð. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.