Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 8
Imyndinni
ÓGNAÐ
Á undanförnum árum hefur tekist góð
samvinna ríkja á norðurslóð um rannsóknir
og vernd lífrfkis þar, kennd við bæinn
Rovaniemi í Finnlandi þar sem á árinu 1991
var gerð samþykkt um umhverfis-
verndaráætlun fyrir norðlægar slóðir, Arctic
Environmental Protection Stratigy, AEPS.
íslendingar hafa tekið virkan þátt í þessu
samstarfi og hýsa nú á Akureyri skrifstofu
CAFF, Conservation of Arctic Flora and
Fauna, (Verndun plantna og gróðurs á
norðurslóð) sem er einn fjögurra vinnuhópa
Rovaniemi-samkomulagsins.
Lífríki á norðurslóð er tiltölulega ósnortið.
Þær hættur sem að því steðja má flestar rekja til
mengunar frá iðnríkjum nær og fjær og verður
ekki bægt frá nema með samstilltu átaki á
alþjóðavettvangi. Hér er einkum átt við þrávirk
lífræn efni sem safnast upp í fituvef dýra efst í
fæðukeðjunni og geta valdið mönnum
heilsutjóni. Eyðing ósonlagsins og gróður-
húsaáhrif eru einnig vaxandi ógn við lífríki á
norðurslóð en loftmengun virðist ætla að hafa
víðtækari áhrif á veðurfar þar en á tempruðum
svæðum og í hitabeltinu.
Enn er ótalin geislavirk mengun. Tilrauna-
sprengingar kjarnorkuveldanna og slysin
við Thule 1968, í Tjernobyl 1986 og við
Bjarnarey 1989 sýndu að plöntu- og dýralíf á
norðurslóð þolir geislavirka ákomu verr en
fjölbreyttara lífrrki á suðlægri slóðum. Þótt
áhrifa frá kjarnorkutilraunum og jafnvel frá
Tjernobyl gæti nú minna en áður er hættan
enn fyrir hendi: Hafstraumar bera í sífellu
geislavirkan úrgang frá kjarnorkuendur-
vinnslustöð Breta í Sellafield með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum fyrir lífríki á norður-
slóð. Utbrunnið kjarnorkueldsneyti Rússa,
kjarnakljúfar og geislavirkur úrgangur sem
áður var varpað í hafið er nú safnað saman á
landi og hefur ástandinu þar eystra verið líkt
við tifandi tímasprengju.
Islendingar og Grænlendingar hafa hingað
til verið samtaka um að vara við þessari hættu
t.a.m. geislamenguninni frá Sellafield. Það
kom því verulega á óvart þegar formaður
grænlensku landsstjómarinnar bauð Græn-
land nýlega fram sem geymslustað fyrir úrelt
kjarnavopn Bandaríkjamanna og Rússa.
Þessari fráleitu hugmynd hljóta íslend-
ingar að mótmæla kröftuglega og það var
reyndar gert strax. Röksemdafærslan var hins
vegar athyglisverð. Að sönnu var nefnd sú
beina hætta sem geislamengun getur haft
fyrir lífríki norðursins. Hins vegar var í
greina- og leiðaraskrifum dagblaða meiri
áhersla lögð á þær óbeinu afleiðingar sem
þessi ráðstöfun gæti haft á sérhagsmuni ís-
lendinga: sem sé það tjón sem kjarnorku-
haugur á Grænlandi myndi valda á ímynd
íslands sem ferðaþjónustulands og fisk-
útflytjanda.
Þessi afstaða er kannski tímanna tákn: Að
hreinleiki norðursins sé fyrst og fremst sölu-
vara - e.k. vörumerki sem við viljum vemda
vegna markaða okkar erlendis. - Að við
metum náttúruna „...til silfurs og seðla og
köllum það raunsœi... “ svo vitnað sé í orð
Sigurðar Þórarinssonar frá 1949, sem Hugi
Ólafsson gerir að umtalsefni í grein sinni
„Rómantík og raunsæi" í þessu hefti Náttúru-
fræðingsins. Hugi fitjar í greininni upp á
tfmabærri umræðu um þessi mál og varpar
fram þeirri spurningu hvort „rómantísk“
hugsun í umhverfisvernd sé orðin úrelt.
Svari núhver fyrir sig!
Álfheiður Ingadóttir
2