Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 42
Skriðnafellsnúpur 150 H Þóleiít 3 Ólivínþóleiít | Dílótt þóleiít m Helstu millilög I Rétt segulmagnað □ Öfugt segulmagnað !«i? Efnagreint bergsýni NG 53; 'gangur afsteypa • NG 50 ■ NG 46 - NG 37 - NG 29 - NG 28a 3. mynd. Jarðlög t Skriðnafellsnúpi. Efnagreind hraun eru merkt með örvum. Stratigraphic column of Skriðnafellsnúpur. - Arrows point to chemically ana- lysed rock samples. bendir til að núpurinn liggi í kabasít- thomsonít-beltinu, samkvæmt skilgreiningu Walkers (1960), og að nálægt 200 metrar gætu því hafa rofist ofan af honum eftir að upphleðslu lauk. Fjölbreytileiki í gerð ummyndunarsteinda er mestur neðst í Skriðnafellsnúpi, þ.e. neðan 100 m y.s. Þar má m.a. finna geislasteinana kabasít, thomsonít, levýn, stilbít og analsím. I efri hluta núpsins eru kabasít og kalsít ráðandi steindir, auk ókristallaðs kísils. Þegar ofantaldar steindir mynduðust gæti hiti í berginu hafa verið allt að 100°C (Hrefna Kristmannsdóttir 1979). ■ FUNDARSTAÐUR AFSTEYPANNA Afsteypurnar fundust í kletta- nefi í efstu og fremstu brún Skriðnafellsnúps (4. mynd). Nefið er allt að tíu metra hátt, og snúa hliðar þess mót austri annars vegar og suðri hins vegar. Afsteypurnar eru í klettavegg sem snýr mót austri. Ganga má meðfram nefinu um bratta skriðu og mjóa syllu, alls 60-70 metra. Bergið er sprungið og laust í sér og verður að fara þarna um með mikilli gát. Hraunlagið með afsteypun- um, efsta hraunlag fjallsins, er a.m.k. 9,5 m þykkt en nokkuð hefur rofist ofan af því. Neðsti hluti hraunlagsins, 0,5-1 m, er kargakenndur og næst undir því er rautt millilag sem er allt að 1 m að þykkt. A einum stað liggur berggangur upp í gegn- um hraunlagið (5. mynd). Afsteypurnar, sem eru sjö talsins, koma allar fyrir í neðri hluta og miðhluta hraunlags- ins. Þvermál þeirra er á bilinu 20-75 cm og eru þær ýmist kringlóttar eða eitthvað af- myndaðar. Allar liggja þær því sem næst lárétt nema ein sem skagar með 60° halla út úr klettaveggnum (6. mynd). Stefnan er breytileg en oftast þó suðaustlæg, þ.e. inn í bergstálið. Mesta sjáanlega lengd er um tveir metrar. Tvennt er einkum áberandi í útliti afsteypanna. Annars vegar brún þunn skorpa úr ummynduðu (palagónít- iseruðu) basaltgleri og hins vegar regluleg stuðlun sem liggur geislótt út frá miðju (6. mynd). I klettaveggnum sem snýr mót suðri koma fram vísbendingar unt það umhverli sem afsteypurnar mynduðust í. Þarna fundust fimm tóm trjábolaför en hins vegar engar afsteypur. Sýnir það hversu afsteyp- 36

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.