Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 5
an. Snjó skefur af hryggjum og hlíðum,
sem eru áveðurs, og niður í gil og hlé-
megin i hlíðar. í fjallsbrúnum myndast
hengjur og undir jaeim eru oft hættu-
legar snjódyngjur (1. mynd). Skafrenn-
ingur er mestur skömmu eftir snjókomu.
Þurr snjór berst auðveldlega með vindi
og má reikna með að rúmmál þess snjós,
sem vindur flytur, vaxi í jtriðja veldi
með vindhraða. Tvöfaldist vindhrað-
inn, áttfaldast snjómagnið i skafrenn-
ingnunt. Ef vindur er yfir 25—50 hnúta
myndast harðir flekar. Votur snjór eða
harðfenni flyst hins vegar lítið með
vindi. Því er það ekki algild regla að
fjallshlíðar áveðurs séu snjóléttar. Þegar
blautur snjór fellur getur vindur jtjapp-
að honum í fleka áveðurs í hlíðar.
Upptök snjóflóða eru algengust efst í
hlíðum í 30° til 50° halla (1/1.7 til
1/0.8), einkum í giljum, gljúfrum og
skálum, en mikil flóð geta falliö úr hlíð-
um með halla allt frá 25° til 55° (2.
mynd). Snjór tollir illa í hlíðum, sem eru
brattari en 60°, og því er sjaldgæft að
flóð eigi upptök í svo bröttu landi.
Undantekning frá þeirri reglu eru þó
2. mynd. Halli lands við upptök snjóflóða.
(Lied, Larsen og Bakkeh 'öi 1976).
spýjur úr [Dröngum giljum og hengjur,
sem falla fram af klettum. Lausasnjóflóð
eru sums staðar algeng úr um 55° halla
en þau eru sjaldan stór. Vot flóð geta
fallið úr litlum halla, jafnvel 10° (1/6),
t. d. ef vatn, sem rennur úr bröttum
hlíðum, nær að safnast j:>ar fyrir og leysa
upp styrk þekjunnar.
Neðan við upptakasvæðiö tekur við
fallbraut flóðanna (3. mynd). Algengt er
að ein fallbraut geti borið flóð frá
mörgum upptakasvæðum; upptökin
greinast jíá í mörg gil, sem veita flóðum
niður í sömu fallbraut. (Slík upptök geta
tæmst eitt af öðru og er mikilvægt að
hafa jtað í huga, þegar björgunarsveitir
eru sendar inn á svæði þar sem flóð hafa
fallið). I fallbraut snjóflóða má á ýmsan
hátt sjá ummerki eftir jtau. Flóðin geta
skorið sig niður í jörð og borið stórgrýti
og lausan jarðveg langar leiðir niður á
sléttlendi og ægir [sar öllu saman. A
sumrin má jjvi oft sjá sár i jarðvegi eða
gróðri |)ar sem flóð hafa falliö um vet-
urinn. Og jafnvel þótt mörg ár séu liðin
frá (dví að flóð hefur farið um farveg má
sums staðar sjá merki þess á tegundum
Myndin lil hægri sýnir niðurstöður frá Noregi.
259