Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 6
3. mynd. Nýfallið snjóflóð. Ljósm. Helgi Björnsson. gróðurs. Það tekur nokkurn tíma fyrir plöntur að nema land eftir að flóð hefur rutt þeim úr vegi. Oft er auðveldara að koma auga á hlaupfarvegi, ef land er skoðað úr lofti eða fjallsbrúnum en úr dalbotni. ORSAKIR SNJÓFLÓÐA Ýmsar ástæður valda því, að snjó- þekja missir festu í fjallshlíð og fellur sem snjóflóð. I meginatriðum skilja menn þau grundvallarlögmál, sem lýsa orsökum snjóflóða. Snjór er óstöðugur við aðstæður á jörðu niðri og því breytist snjóþekjan stöðugt eftir að snjór hefur fallið, ummyndast og leitar að stöðugu ástandi. Lögun snjókristalla, eðlismassi, harka, raki og hitastig breytast. Hin lagskipta snjóþekja sest og skríður afar- hægt eftir botni. Þessi hreyfing veldur spennu, sem reynir á snjóþekjuna. Verði spennan meiri en styrkur þekjunnar brestur hún. Brotlína myndast þvert eftir fjallshlíðinni og sprunga getur náð 260

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.