Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 11
eða jafnvel vikum skiptir. Hlýni þá
skyndilega geta síðbúin flóð fallið þar
sem blautur, eðlisþungur snjór hvílir á
ósignum snjó. Á sama hátt er mikil
snjóflóðahætta ef hlýnar í lok hríðar svo
að bleytusnjór eða regn fellur á lausa-
snjó.
Spennur í snjóþekju geta einnig auk-
ist skyndilega ef skafrenningur safnar
snjó saman. Þurr snjór berst auðveld-
lega með vindi. Ef vindur er stöðugur og
styrkur hans yfir 8 m/s (kaldi eða meira)
stórvex snjóflóðahættan. Snjókóf fram
af fjallsbrúnum bendir til þess að snjó sé
farið að skafa og setja fram í hlíðar hlé-
megin.
Snögg lcekkun í styrk snjóþekju
Skyndilegar breytingar í styrk snjó-
þekju geta orðið við snöggar veðurfars-
breytingar. Þegar hefur verið nefnt að
snögg hlýindi og regn ofan í nýsnævi
geti valdið snjóflóðum því nýfallinn eða
ósiginn snjór er léleg undirstaða, sem
berekki aukið farg. Ef rignir 5—10 mm
á sólarhring á nýfallinn snjó er víða
hætta á snjóflóðum. Idins vegar getur
vatn, sem hripar inn í snjóbreiðu, veikt
styrk hennar og festu við lagmót og
botn. Djúphrím, sem drekkur í sig vatn,
missir allan styrk. Einnig er algengt að
vatn, sem hripar niður í snjó, safnast
saman ofan við hörð, vatnsheld hjarn-
lög. Regn, sem fellur á frosinn snjó, frýs
og bræðsluvarminn hitar fljótt snjólagið
upp að frostmarki. Gamall snjór er
venjulega í góðu jafnvægi og getur oft
þolað miklar rigningar, því að vatn
rennur gegnum hann án þess að hann
missi samloðun og renni af stað sem
krapaflóð. Snjóflóð geta stafað af því að
lækjarsytrur og dýjavætur hafa eytt
samskeytum snjóþekju við botn. Snjór
getur einnig klökknað og misst festu
vegna sólbráðar í suðurhlíðum, einkum
undir klettabeltum, sem draga í sig sól-
varma.
Hœgvirkar breytingar á spennu
og styrk snjóþekju
Þótt flest snjóflóð falli vegna skyndi-
legra breytinga á spennu eða styrk snjó-
þekju falla mörg snjóflóð vegna hæg-
virkra breytinga á þekjunni. Einkum á
þetta við urn flekahlaup. Getur verið
mjög erfitt að meta líkur á slíkum flóð-
um. Það er erfiðara að mæla beint tog
og styrk snjóbreiðu heldur en meta
skyndilegar breytingar á þessum þátt-
um. Þó má setja fram þá almennu reglu,
að líklegra er að flekahlaup falli í snjó-
breiðu, sem gerð er úr mörgum lögum
frekar en úr einu. Hættu á slíkum
hlaupum má því meta með því að
kanna lagskiptingu í snjóþekjunni og
fylgjast með breytingum á gerð hennar
og hafa auga með því hvort sprungur
hafi myndast við jaðra þekjunnar.
Hvert snjólag er bæði tengt næsta lagi
fyrir neðan og við jaðrana. Oftast eru
aðeins nokkrar tengingar hættulega
teygðar. En bresti ein þeirra vex
skyndilega átak á hinar og þær geta
einnig brostið. Þó má oft sjá að ein-
hverjar tengingar eru nægilega sterkar
til þess að halda flekunum kyrrum. Sé
svo komið er samt þörf fyllstu varúðar.
EÐLI SNJÓFLÓÐA
Við höfum nú rætt um mat á snjó-
flóðahættu og snúum okkur að því að
ræða hvers eðlis hættan er. Það hve
hættuleg snjóflóð eru má marka af þeim
kröftum, sem eru að verki í flóðunum.
265