Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 13
um ef flóðin eru þurr. Loks stöðvast snjórinn í snjóflóðstungunni. Kraftar í snjóflóðum Til þess að skýra nánar hættu af völdum snjóflóða skal nú gerð grein fyrir afli því, sem í þeim býr. Snjóflóð falla með miklum þrýstingi á hindranir, sem á vegi þeirra verða. Há- marksþrýsting við slíkan árekstur má meta á einfaldan hátt með líkingunni p =l(pv2)/g, þar sem v er hraði og peðl- ismassi snjósins. Þyngdarhröðunin er g = 9.8 m/s2. Sem dæmi má nefna að sé hraði 10 m/s og eðlismassinn p=300 kg/m3 má reikna með hámarksþrýstingi 3 t/m2. Þrýstiáraun í flóöum, sem streyma niður hlíðar, getur verið 2—50 tonn/m2 og í kófhlaupum 0.2—10 tonn/m2 (7. mynd). Lóðréttur þrýsting- ur ofan á hluti, sem flóð fer yfir, er frá fjórðungi til helntings af þrýstiáraun við beinan árekstur. A undan kófhlaupum og hraðskreiðum þurrum flóðurn fer þrýstibylgja í lofti, sem getur orðið 0.5 tonn/m2 i allt að 100 metra fjarlægð frá frantbrún flóðsins. Þessi skyndilega þrýstingsbreyting í lofti getur brotið rúður og valdið lungnaskaða. Af þessum tölum sést að snjóflóð skella á hindranir með miklu fargi og þegar haft er i huga að þessu átaki er beitt skyndilega, verður ljóst hve eyði- leggingarmáttur þeirra er gífurlegur. Til frekari skýringar eru nefnd dæmi um tjón af völdunt snjóflóða í Töflu II. Sérstök athygli skal vakin á að jafnvel mjög smá flóð geta verið hættuleg fólki. Menn missa fótanna í minnstu snjó- skriðum og geta dauörotast er þeir ber- 7. mynd. Þrýstiáraun þegar flóð skellur á hindrun getur oft orðið allt að 50 tonn á fermetra. Þrýstingur ofan á hlut, sem flóð fer yfir, er frá 1/4 til 1/2 af fyrrnefndri áraun. Á undan þurrum flóðum getur farið þrýstibylgja í lofti. (Frá Perla andMartinelli 1976). 267

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.