Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 21
VIÐAUKI
Minmsatnði við mat á
yfirvofandi snjóflóðahœttu
Þótt meginreglan við mat á yfirvofandi
snjóflóðaltættu sé sú að búast rnegi við snjó-
flóðum þegar hríðarveður skella á er þessi
regla alls ekki óbrigðul því að stórhríðir
ganga oft yfir án þess að flóð falli. Snjó-
flóðaspár þarf að vinna með athugunum á
ýmsum þáttum, sem raktir hafa veriö hér að
framan. Meginatriði þess munu nú endur-
tekin og sett fram skref fyrir skref. Mælt er
með þvi að þessum atriðum sé fylgt kerfis-
bundið og menn auki þannig markvisst
reynslu sina við mat á snjóflóðahættu.
1. Kannið hvort snjór sé nœgur í upptökwn
til pess að flóð geti fallið
Snjóflóð falla ekki fyrr en ójöfnur i fjalls-
hlið hefur fennt i kaf og nýsnjór er tekinn að
falla á allslétt yfirborð. Venjulega falla
snjóflóð ekki úr sléttri fjallshlið, t. d. grasi-
vöxnum brekkum, fyrr en snjódýpt er orðin
30 cm. En þegar snjódýpt er orðin meiri en
50 cm vex hættan mjög. Á ósléttu landi er
lágmarkssnjódýpl venjulega 60 cm áður en flóð
taka að falla en 90—Í20 cm á mjög ósléttu
landi, t. d. stórgrýtisurð. Afla þarf vitneskju
um lágmarkssnjódýpt á hinum ýmsu upp-
takasvæðum. Því dýpri sem snjóþekjan er
því líklcgra er að snjóflóð falli.
Fylgjast þarf með snjódýpt á upptaka-
svæðum snjóflóða, annað hvort með því að
grafa gryfjur eða lesa af mœlistikum. Sums
staðar má setja upp stikur að hausti og lesa
af þeim meö kíki úr fjarska. Varhugavert er
að treysta þvi að snjómælingar á láglendi
gefi rétta rnynd af snjósöfnun á upptaka-
svæði snjóflóða.
2. Kannið lagskiptingu snjóþekju
og metið slyrk hennar
Æskilegt væri að fylgst sé með gerð snjó-
þekju á upptakasvæðum með þvi að gera
beinar athuganir i snjógryfjum, t. d. hálfs-
mánaðarlega. Tilgangur þeirra athugana er
sá, að leita að veikburða lögum i snjóþekj-
unni. Vcrði beinuni mælingum ekki við
komið er mikilvægt að meta óbeint styrk
snjóþekjunnar út frá veðurathugunum. Mikil-
vægt er að fylgjast með hitastigi i byrjun snjó-
komu vegna þess að af þvi má marka hve góða
festu nýsnævi fær við yfirborð gömlu snjó-
þekjunnar. í miklu frosti binst snjór illa
frosnu yfirborði, einkum ef hann fellur i
kyrru veðri. Mjög mörg lausasnjóflóð falla af
þvi að nýsnjór hefur runnið af stað á harð-
fenni (hjarni). Metið áhrif hlýinda, regns
eða sólbráðar á styrk snjóþekju. Ef hitastig í
snjónum er nálægt frostmarki þarf litið
vatnshrip gegnum snjóinn til þess að hann
verði allur votur og fari að missa styrk.
3. Metið áhrif aukinnar snjósöfnunar
(snjókomu og skafrennings)
Mikilvægt er að fylgjast með hraða snjó-
komu. Því örar sem snjóar, þvi mciri hætta er
á flóðum. Falli 25 cm þykkt snjólag á sólar-
hring eða samfellt 3 cm á klst. á dagparti er
hættan mikil.
Ekki er siður mikilvægt að fylgjast nteð hve
hrall nýsnœvi sest. Setjist snjór hægt er mikil
hætta á flóðum. Ef frost er mikið sest snjór-
inn hægt og hætt er við flóöunt þcgar ný-
snævi er orðið um 30 cm. I hríðarveðri getur
verið erfitt að fylgjast nteð sighraða á mæli-
stikum. Þvi er mikilvægt að meta sighrað-
ann með þvi að fylgjast meö lofthita meðan
á hriðinni stendur, ekki siður en i byrjun
hennar. Að framan var á það minnst að
hlýni skyndilega, eins og stundum verður i
lok ntokhriðar, er mikil hætta á flóðum.
Þá er mikilvægt að fylgjast með vindstyrk
og vindstefnu fram af fjallsbrúnum. Þvi
meiri sem vindur er, því meiri er hættan
á flóðum. Áttið ykkur á þvi i hvaða hlíðar
snjór safnast. Hafið i huga, að vindátt getur
verið önnur á láglendi en fram af fjalls-
brúnum.
4. Ilafið augun opin fynr ýmsum merkjum
um að snjór sé orðinn óstöðugur
Ef fréttir berast af þvi að snjóflóð séu farin
að falla i nágrenni er það visbending um að
snjóalög séu almennt óstöðug. Gildir einu
þótt um sé að ræða meinlausar spýjur, eða
jafnvel snjóbolta, scm velta niður hliðar. Af
öðrum hættumerkjum má nefna bresti og
hvin, þegar holrými undir flckum fellur
275