Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 23

Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 23
3 t) j, _2 T3 X) 1/1 o 2. - ^ o *o •o 'O > 12. mynd. Veðurathuganir frá Kjörvogi í snjóflóðahrinunni á Vestfjörðum og Mið-Norð- urlandi i lok mars 1953. 9. Snjóflóðin á Neskaupstað 20. desember 1974: Hinn 9. des. brá til hvassrar norð- lægrar áttar, sem hélst óslitið fram um 20. des. með talsverðu frosti og mikilli fannkomu ofan á harðfenni til fjalla. Flóð tóku að falla tveimur dögum fyrir flóðin á Neskaupstað; 18. des. féll flóð á Selstöðum í Seyðisfirði og 19. des. sunn- an við Oddsskarð og ofan byggðar i Nes- kaupstað. (Hjörleifur Guttormsson, 1975). Nokkur dæmi um krapahlaup eða mjög vot hlaup: 1. Krapahlaup úr Bjólfinum við Seyðisfjörð 13. janúar 1882: Hlaðið hafði niður snjó skömmu eftir áramót, en svo skall á asa- hláka. SA ofsaveður og stórrigning. 2. Krapahlaup úr Bjólfinum 31. janúar 1894: Hinn 31. jan. gerði rigningu eftir að snjóað hafði i marga daga og mikill snjór var kominn í fjöll. 3. Krapahlaup á Austurlandi siðari hluta fcbrúar 1904 (m. a. á Seyðisfirði, Reyð- arfirði og Eskifirði): Mikinn snjó hafði gert á þorranum, en síðan gerði mjög öra hláku hinn 21. febr. og næstu daga. 4. Páskahlaupin á Mið-Norðurlandi 1919 (Páskadagur var 20. apríl): Kyngt hafði niður snjó í logni ofan á harðfenni og svo gerði ákafa sunnanhiáku með mikilli rigningu um páskana. 5. Flóð á Siglufirði 23. nóv. 1938: Geysi- mikla snjókomu gerði á Siglufirði um 20. nóv. og varaði í nokkra daga, en 23. nóv. tók að rigna og flóð skullu yfir. '277

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.