Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 24
Ólafur R. Dýrmundsson: Kynþroski og fengitími íslenska sauðfjárins INNGANGUR I ritgerð þessari verður fjallað um niðurstöður rannsókna á hinni árstiða- bundnu kynstarfsemi íslensku sauð- kindarinnar, en skort hefur skipulegar athuganir á ýmsum undirstöðuþáttum, svo sem kynþroska og lengd hins eðlis- læga fengitíma. Rannsóknir þær, sem hér cr grcint frá, hófust haustið 1972 við Bændaskólann á Hvanneyri í Borgar- firði, en að auki hefur verið unnið að söfnun upplýsinga frá bændum um ær, sem fest hafa fang á óvenjulegum árs- tímum. Þótt hér verði einkum fjallað um efnið frá fræðilegu sjónarmiði má ætla, að niðurstöðurnar liafi jafnframt hagnýtt gildi og gefi vísbendingar um þörf fyrir frckari rannsóknir á þessu sviði. TILHÖGUN RANNSÓKNANNA Flestar athuganirnar á Hvanneyri fóru fram að vetrarlagi þegar fé var á húsi, og öll meðferð og fóðrun var sam- bærileg við það sem nú gerist venjulega á fjárbúum í landinu. Húsin voru björt, loftgóð og svöl, með grindagólfi. Féð var af vestfirskum stofni, flest vel hvítt, en fátt mislitt, bæði hyrnt og kollótt. Var hver kind merkt og ítarlegar fjárbækur færðar. Við ákvörðun á kynþroska var miðað við fyrsta beiðsli lambgimbra, þ. e. a. s. þegar þær stóðu í fyrsta skipti undir hrút, en þroska æxlunarfæra og myndun sáðfruma í eistum lambhrúta. I flestum tilvikum voru notaðir ófrjóir fullorðnir hrútar við könnun á beiðsli gimbra og áa. Á þeim hafði verið gerð „vasectomy“-aðgerð (sáðrásir skornar í sundur), og virtust þeir hafa eðlilega kynhvöt, enda hormónastarfsemin óskert. Þegar leitarhrútar voru látnir ganga lausir í hópum gimbra og áa var festur vaxlitur á bringuna með leður- gjörðum (Sire-sine, 1. mynd), og nýjar litarmerkingar á mölum ánna kannaðar og skráðar daglega. Við könnun á lengd fengitíma (síbeiðsli) var skipt um lit, rauðan eða bláan til skiptis á tveggja vikna fresti, og öðru hvoru voru allar gamlar litarmerkingar þvegnar af með sápuvatni til þess að geta stöðugt greint þær nýju. Vegna könnunar á óvenjulegum burðar- og fengitíma áa voru settar til- kynningar í búnaðarblöð, og einnig var spurst fyrir um slík fyrirbrigði, t. d. meðal bændaskólanema og á fræðslu- fundum hjá bændum. Má ætla, að upplýsingarnar séu alltraustar, enda oftast skráðar úr fjárbókum og sendar Náttúrufræðingurinn, 49 (4), 1979 278
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.