Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 27
5. Óvenjulegur fang- og burðartími
Þótt hinn eðlislægri fengitími ánna sé
einkum bundinn við vetrarmánuðina
hafa rannsóknir þessar leitt í ljós, að
nokkuð er um undantekningar frá þeirri
meginreglu. Ekki er vitað hver raun-
veruleg tíðni þeirra frávika er, en um
tiltölulega sjaldgæf fyrirbrigði er að
ræða, jafnvel svo, að á fjölda búa viröast
þau óþekkt með öllu. Þess ber að geta,
að hjá erlendum sauðfjárkynjum með
árstíðabundinn fengitíma, eru ætíð
nokkur brögð að því, að einstaka ær
beiði utan venjulegra tímamarka. Þær
heimildir, sem borist hafa, greina frá
einstökum burðum í öllum mánuðum
ársins utan hins venjulega sauðburðar-
tima á vorin. Sjaldgæfast er, að œr fái fang í
júlí og beri ! nóvember. Raunar eru burðir
fátíðir fyrri hluta vetrar, en það bendir
til þess, að mjög litið sé um að ær beiði
að sumarlagi. Ekki virðist óvenjulegur
fang- eða burðartími bundinn viö
ákveðinn aldur áa þvi að þær eru á öll-
um aldri, 1 — 12 vetra. Aftur á móti kom
eftirfarandi í ljós, þegar kannað var,
hvers konar ær hafa fest fang á tímabil-
inu frá lokum hins eðlislæga fengitima
til byrjunar hins næsta (maí — nóvem-
ber):
a) Mánuðirnir maí, júní ogjúlí
Ær, sem festa fang á þessu tímabili,
eru annað hvort geldœr, veturgamlar og
eldri, eða ær sem látið hafa fóstri, oft seint
á meðgöngutima, t. d. um sumarmál.
Að jafnaði virðast ær, sem ganga með
lömb (mylkar), ekki festa fang i þessum
mánuðum. Ætla má, að það sé afskap-
lega sjaldgæft að ær beiði á tímabilinu
frá seinni hluta júni (Jónsmessu) fram í
seinni hluta júlí, en úr því virðist slíkum
fyrirbrigðum fara fjölgandi.
b) Mánuðirnir ágúst, september,
oklóber og nóvember
Um er að ræða bæði geldœr, vetur-
gamlar og eldri, og lambœr, væntanlega
mylkar, sem borið hafa á venjulegum
vortíma eða fyrirmáls, allt frá miðjum
vetri til vors. Ætla má, að mjólkur-
myndun og fóstrun lamba hafi haml-
andi áhrif á kynstarfsemina fram eftir
sumri, enda mjög fátítt að mylkar vor-
bærur beiði fyrr en upp úr miðjum
ágúst, samkvæmt þeim heimildum, sem
hér er byggt á.
G. Hvað orsakar beiðsli utan
árstíðabundins fengitíma?
Þótt engar rannsóknir hafi verið
gerðar á hormónastarfsemi í íslenskum
ám má ætla, að hjá þeim einstaklingum,
sem beiða utan hins eðlislæga, árstiða-
bundna fengitíma, sé um einhvers konar
frávik eða óreglu að ræða. Egglos og
beiðsli eru undir flókinni stjórn heila,
heiladinguls og kynhormóna, og hefur
lengi verið vitað, að hjá sauðfé verki
minnkandi dagsbirta örvandi á kyn-
starfsemina. Ær, sem fengið hafa fang
utan fengitima, þ. e. a. s. á tímabilinu
frá vori til hausts, hafa notið sömu
dagsbirtu og annað fé í högum, og ekki
virðist ástæða til að tengja þessi frávik
breytingum í dagsbirtu. Erlendar rann-
sóknir sýna, að ýmiss konar snöggar
breytingar í umhverfinu geta haft áhrif á
beiðsli áa, og er hugsanlegt, að þar sé
skýringa að leita á því, hvers vegna
stöku ær beiða utan hins reglulega
fengitíma. Af slíkum umhverfisþáttum
mætti nefna breytingar á nœringarskil-
yrðum, t. d. ær settar á ræktað land síðla
sumars, eða áhrif frá hrútum (lykt), eink-
um ef þeir hafa ekki gengið með ánum
um langt skeið. I ljós kemur, að á
281