Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 28
nokkrum búum hafa fáeinar ær, stund-
unt allmargar, borið á mjög svipuðum,
óvenjulegum tíma, og viröist gangmál
þeirra hafa verið allvel samstillt. Þetta
bendir til þess, að viðkomandi ær hafi
orðiö fyrir snöggum áhrifum á sama
tíma, þegar þær fengu fang, líklega frá
hrútum, einum eða fleiri, áhrifum, sem
hafa orsakað egglos og beiðsli að sum-
arlagi. Virðist ástæða til að huga sér-
staklega að þessari tilgátu, þegar leitað
er skýringar á áðurnefndum fyrirbrigð-
um.
Þess skal getið, að í sumum tilvikum
bera sömu ærnar tvisvar eða oftar á
óvenjulegum árstíma, stundum ár eftir
ár, og þá gjarnan um eða upp úr ára-
mótum. Þessu er þó mjög misjafnt farið,
því að líklega er algengara að slíkt hendi
ær aðeins einu sinni. Hvað einstök bú
varðar getui' verið um aðeins eitt ein-
stakt fyrirbrigði að ræða, sem endurtek-
ur sig ekki, stundum fáeinar ær i einu.
Þess eru samt dæmi frá fáeinum búum,
að óreglan hafi ágerst, þannig að ár eftir
ár hafi vaxandi fjöldi áa boriö að vetr-
inum. Þannig var þessu t. d. farið á
Grjóteyri í Andakílshreppi um skeið
(Aðalsteinn Hjartarson, 1973).
Endurtekningar á afbrigðilegum
burðum leiða hugann að hugsanlegum
tengslum þeirra við arfgerð viðkomandi
áa. í flestum tilvikum virðist ekki hafa
verið um skyldleika að ræða milli áa,
sem báru á óvenjulegum árstíma, þó eru
þess dæmi í gögnunum, að t. d. mæðgur
og systur eða ær út af sama hrút hafi
sýnt slíkt hátterni. Einn heimildar-
manna á Norðurlandi taldi, að minna
hafi verið um óvenjulega burði hjá fé af
þingeyskum stofni fyrir fjárskipti en hjá
fé af vestfirskum stofni eftir þau, á því
svæði sem hann þekkti til. Niðurstöð-
urnar gefa þó ekki neinar beinar vís-
bendingar um mismunandi tíðni slíkra
fyrirbrigða eftir fjárstofnum. Reyndar
eru flestar heimildirnar um ær af vest-
firskum stofni, enda dreifðist fé af Vest-
fjörðum tiltölulega rnikið til ýmissa
landshluta við fjárskiptin.
1110 tilvikum var liturknna tiltekinn,
og kom í ljós að í 60% þeirra var um
mislitar ær að ræða en 40% hvítar.
Aætlað er að hjá íslensku fé séu um 16%
fjárins mislitt (Stefán Aðalsteinsson,
1979). Því virðist tiltölulega há tíðni
óvenjulegra burða meðal mislitra áa
samkvæmt þessum gögnum. Þótt heim-
ildir séu af skornum skammti gæti
þarna verið visbending um tengsl litar-
erfða við eiginleika áa til að beiða utan
venjulegs fengitíma. Við þessa burði
fæddust að meðaltali 1.42 lömb hjá
mislitum ám og 1.24 hjá þeim hvítu, þ.
e. a. s. 18 lamba munur við hverju 100
burði. Upplýsingar um frjósemi voru
skráðar fyrir samtals 174 burði. Meðal-
talið var 1.29 fædd lömb eftir ána, þ. e.
a. s. 1.07 fyrir veturgamlar ær, 1.14 fyrir
tvævetlurog 1.39 fyrir fullorðnar ær.
7. Tímalengdin frá burði
til nœsta fangs
Þar eð íslenskar ær eru látnar fá fang
að vetri og bera að vori á tiltölulega
stuttum og afmörkuðum tímaskeiðum,
er breytileiki lítill hvað varðar þann
tíma, sem líður frá burði til næsta fangs.
Til dæmis má gera ráð fyrir, að sauð-
burður sé á sama tíma á búinu ár hvert
og standi yfir um mánaðartíma. Ættu
þá að jafnaði að líða um 350—380 dag-
ar á milli burða einstakra áa. Með því
að gera ráð fyrir að meðgöngutími sé
143 dagar að meðaltali líða því 207 —
237 dagar frá burði til næsta fangs.
282