Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 29
Svo sem áður var greint frá, kemur stöku sinnum fyrir, að ær, sem borið hafa á venjulegum vortíma, fara að beiða síðla sumars, þó varla fyrr en eftir rniðj- an ágúst, og má gera ráð fyrir að slíkum tilvikum fjölgi eftir því sem nær dregur hinum árstiðabundna fengitíma i seinni hluta nóvember. Hjá þessum ám getur því tímalengdin frá burði til næsta fangs styst niður í um það bil 90 daga. At- hyglisvert er, að ær, sem borið hafa á tímabilinu frá vori og fram um áramót, hafa yfirleitt beitt og fcngið næst á venjulegum fengitima, allt frá lokunt nóvember. Hafi þær borið að hausti eða fyrri hluta vetrar ganga lömbin oftast undir, og eru þær því venjulega mylkar þegar þær fá fang. Virðist því mjólkur- myndun og fóstrun lamba á þessum árstíma (skammdegi) ekki vera haml- andi á eiginleika ánna til að beiða og festa fang (sjá 2. ntynd). Hjá þessum ám er tímabilið frá burði til næsta fangs oftast aðeins um 60—90 dagar, jafnvel mun skemmra í stöku tilvikum. Ef ær bera eftir áramót minnka likurnar á þvi, að þær festi fang og beri að vori, og þess eru ekki dænri, ef lamb gengur undir (mylkar). Aftur á móti getur liðið til- tölulega stuttur tími til fangs hafi ær látið fóstri síðla vetrar eða undir vor, venjulega aðeins fáeinar vikur, enda ætíð nokkur brögð að því að slíkar ær beri sumrungum eða haustlömbum. 8. Kytiþroski lambhrúta Hjá hrútlömbum er að jafnaði náið samhengi á milli aldurs og vænleika 2. mynd. Tvennir tvílembingar, sem ær á Hjaltabakka i A.-Hún. kom upp á einu ári. Hrútarnir (t. h.) voru fæddir seint i september 1976, en gimbrarnar (t. v.) í lok april 1977. Myndina tók Jón Þórarinsson i lok september 1977. — Two þairs of twins produced by the same ewe in oneyear. The frnir on the righl (ram lambs) were born in late September 1976 but the one on the left (ewe lambs) were born in late April 1977. The photograph was taken in late September 1977. 283

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.