Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 31
fengitíma, og tókst það með notkun progestagen skeiðarsvampa (Veramix) og innsprautun 750 alþjóðaeininga af PMSG (Antex Leo). Allar ærnar, sem fengu þessa meðferð, 6 að tölu, byrjuðu að beiða 12. júní (samstillt gangmál) og voru 9 hrútar 1 —4 vetra gamlir, þar af 1 ófrjór leitarhrútur, prófaðir með ánum, einn í einu með hverri kvölds og morg- uns 12. og 13. júní. Allir hrútarnir sýndu eðlilega kynhvöt, þó mismunandi mikla, likt því sem gerðist á venjulegum fengitíma um veturinn. Virtust engin vandkvæði á að nota þá við tilhleyp- ingar á þessum árstíma. Þrjár ánna báru um mánaðamót október-nóvember, en hinar þrjár voru geldar, og gefur þessi athugun hvorki tilefni til ákveðinna ályktana um frjósemi hrútanna né ánna. Sú spurning vaknar, hvort ef til vill sé árstíðabundinn breytileiki í sæð- ismyndun og gæðum sæðis, sem gæti haft neikvæð áhrif á frjósemi áa er ganga (beiða) að sumarlagi. Þetta hefur ekki verið rannsakað, en hafnar eru mælingar á javermáli eistna fjórum sinnum á ári, sem sýna breytingar eftir árstíðum. Þannig virðast eistun fara stækkandi er líður á sumarið og fram á haustið, en minnkandi þegar líður á veturinn og fram á vorið. ÁLYKTANIR Niðurstöður rannsóknanna sýna, að íslensk lömb, gimbrar og hrútar, ná kynjrroska tiltölulega snemma á ævi- skeiðinu miðað við lömb af erlendum sauðfjárkynjum (Ólafur Dýrmundsson, 1973 a, b og 1978 a, b). Reyndar er algengt, að hleypt sé til gimbra og lambhrútar séu notaðir við tilhleyping- ar um 7 mánaða aldur (Ólafur Dýr- mundsson, 1976; Ólafur Dýrmundsson og Sveinn Hallgrímsson, 1978). Að jafnaði má ætla, að þungi við kynþroska sé um helmingur af fullorðinsþunga, venjulega á bilinu frá 40—60%. Vegna greinilegra tengsla árstíða við kynstarf- semi gimbra eru þær orðnar eldri og hafa náð tiltölulega hærra hlutfalli af fullorðinsþunga en hrútlömbin við kynþroska. Ætíð er þó aldur og þungi við kynjaroska allbreytilegur hjá báðum kynjum. Hinn eðlislægi fengitími ánna er greinilega árstíðabundinn, en þó all- langur, {d. e. a. s. frá seinni hluta nóv- ember og fram í maí. Samkvæmt því er eölilegt, að sauðburður geti farið fram hvenær sem er á tímabilinu frá apríl til september. Gimbrarnar beiða mun sjaldnar og hafa bæði óreglulegri og styttri beiðsli, enda verr kynferðislega jaroskaðar en ærnar. Stöku ær ganga og fá fang utan marka hins árstiðabundna fengitíma, en slíkt heyrir til undantekn- inga. Sjaldgæfast er, að ær fái fang fyrri hluta sumars, þegar dagsbirtan er mest, og beri fyrri hluta vetrar. Að því leyti styðja niðurstöðurnar þá kenningu, að árstiöabundinn fengitími sauðfjár í j^essum hluta heims stjórnist að veru- legu leyti af ljósi (birtutíma), [a. e. a. s. að mest kynstarfsemi sé í skammdeginu, en úr henni dragi, þegar daginn tekur að lengja (Yeates, 1949). Ekki er ljóst, hvað orsakar beiðsli hjá stöku ám utan hins árstíðabundna fengitíma, en athyglin beinist einkum að snöggum breytingum í umhverfinu, t. d. áhrifum frá hrútum á hormónastarfsemina. Viö könnun á hugsanlegum erfðatengslum kemur fram sú vísbending, að slíkt atferli sé algengara meðal mislitra áa en hvítra. Þess má geta, að mislitar ær eru að 285

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.