Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 38
hæsta mældist 50 sm, en flestar 20—30 sm; blaðbreidd 3—4 sm að jafnaði, en mest 5 sm. Ospin vex innan um hnéhátt birkikjarr í halli einu, sem nefnist Vidar- hraun, og við það. Meðan skógarhögg var stundað í hlíðinni, var venja að flytja við þangað í kesti. Hallið þarna er við læk spölkorn upp og út af Gests- stöðum, skammt innan við framhrun mikið úr fjallinu allgamalt. Talsverð skál er í fjallið þar, sem framhrunið á upptök sín. Stór, grár steinn, sem sést heiman frá bænum, stendur á hallinu innan við öspina. Aðalundirgróðurinn í kjarrinu er aðalbláberja- og bláberja- lyng, blágresi og hrútaberjalyng. Þegar farið var að skoða öspina, sagði hús- móðirin aö liklega hefði hún séð hana víðar í hlíðinni. Reyndist það síðar rétt, því Guttormur Pálsson skógarvöröur á Hallormsstað, fór í asparleit síðar um sumarið og fann þá öspina á öðrum stað í hlíðinni. Var ráðgert að girða og friða talsverðan kjarrblett með öspinni í Gestsstaðahlíð, en ókunnugt er mér um framkvæmdir. ÖSP í EGILSSTAÐASKÓGI Sumarið 1953 kom ég að Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði. Sagði Sveinn bóndi mér þá frá því að einkennilegar hríslur hefðu nýlega fundist í skóginum og fylgdi mér á staðinn, en þar heita Hrís- hólar. Þann 11. júlí árið áður hafði Ingimar Sveinsson verið að svipast um eftir kúm, þegar hann heyrði undarlegt þrusk, varð forvitinn, gekk á hljóðið og fann sérkennilegar hríslur með titrandi lauf sem skrjáfaði og glampaði í gol- unni. Þetta var blæösp, sem nú hefur fundist á nokkrum stöðum á tveimur svæðum í skóginum. Þrjár stærstu asp- irnar mældust þá (1953) 4—5 m háar, og fjöldi ungplantna var að spretta upp af rótarsprotum umhverfis. Ekki kom þessi asparfundur algerlega á óvart, því að ferðamaður hafði nokkrum árum fyrr fullyrt að einhverjar hríslur (aðrar en birki) yxu í skóginum. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri, áður skóg^rvörður á Hallormsstað, segir öspina vaxa á nokkurra hektara svæði í skóginum og vera beinvaxna, hæstu hríslur 6—7 m. Sigurður Blöndal segir greinilegan mun kvæma (staðbrigða) af íslenskri ösp, en samanburður hefur verið gerður í Gróðrarstöðinni á Hallormsstað. Aspir úr Gestsstaðahlíð laufgast fyrr á vorin og gulna fyrr á haustin heldur en asp- irnar úr Egilsstaðaskógi. Virðist Egils- staðaöspin seinni á sér og þurfa meiri hita til að laufgast. ÖSP I BREIÐDAL Um 1950 tóku menn eftir einkenni- legum hríslum innan um birki og lyng á tveimur stöðum í Jórvík í Breiödal. Sendi Hannes M. Þórðarson kennari mér sýnishorn haustið 1954 og reyndist vera um ösp að ræða. Sumarið 1955 skoðaði Nanna Guðmundsdóttir kenn- ari öspina og segir svo frá í bréfi: „Öspin í Jórvík er í brekku við gil skammt frá bænum og þar taldi fólkið 60 smá- plöntur, upp undir 30 sm að hæð. Þarna vars'tærri hrísla fyrirfáum árum, líklega tveggja metra há, en ekki óx hún bein. Mér sýndust plönturnar mundu vera miklu fleiri. Auk þess vex öspin annars staðar í Jórvíkurlandi, en þangað kom ég ekki. Heyrl hef ég að sumar plönt- urnar þar muni vera allt að metri á hæð.“ Þann 17. ágúst 1956 sýndi Svanbjört 292

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.