Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 47
jafnvel örverur kvikna ekki sjálfkrafa úr
dauðu efni, a. m. k. ekki við þær að-
stæður sem nú ríkja á jörðinni.
Loks var það á sjöunda áratugi 19.
aldar að Gregor Mendel (1822—1884j
setti fram erfðakenningú sína. Mendel
komst að raun um að eiginleikar erfast
samkvæmt ákveðnum reglum eða lög-
málum. Þessi lögmál eru nú oft kennd
við Mendel. I skýringum sínum á þess-
um lögmálunt sló Mendel því föstu að
það sem flyst á milli kynslóða, erfist, eru
ekki eiginleikarnir sjálfir heldur eindir
sem liggja þeim til grundvallar og móta
þá. Þessar eindir eru nú kallaðar gen.
Eins og frægt er orðið féll kenning
Mendels í gleymsku og var ekki rifjuð
upp fyrren unt aldamótin 1900. Þá varð
henni lítið til fyrirstöðu, og upp spratt
rnikil fræðigrein sem kölluð er erfða-
fræði. Á fyrstu fjórum áratugum aldar-
innar söfnuðu erfðafræðingar miklum
fróðleik um hegðun erfðaeindanna,
genanna, sérstaklega um þær reglur sem
arfgengi þeirra hlítir. Þeir komust t. d.
að því að genin eiga sér sæti á litningum
frumukjarnans og eru þar í arfbundinni
röð sem ákvarða má með tilraunum.
Þeir urðu hins vegar lítils sem einskis
visari um efnasamsetningu genanna og
skildu ekki með hvaða hætti þau gætu
ráðið eiginleikum lífveranna. Starfsemi
genanna var nær eingöngu þekkt af út-
litseinkennum sem þau hlutu að móta
eða hafa áhrif á. Það var ekki fyrr en á
fimmta áratugi aldarinnar að haldgóð
vitneskja fór aö safnast fyrir um efnis-
lega gerð gena og stjórn þeirra á efna-
skiptum frumna og lífvera. Með erfða-
fræðilegum og lífefnafræðilegum rann-
sóknaraðferðum hefur síðan tekist að
afla traustrar undirstöðuþekkingar á
þessum sviðum.
Þessi nýfengna þekking hefur átt
mjög mikinn þátt í að móta ríkjandi
hugmyndir um skipulag og starfsemi
lifandi efnis. Með henni hefur að veru-
legu leyti tekist að skýra það samspil
sameinda sem sum af helstu líffræðilög-
málum 19. aldar eru grundvölluð á.
Jafnframt hefur skilningur manna á
þessum lögmálum dýpkað að miklurn
mun.
Margbreytileiki lífsins er mikill. T. d.
hefur verið áætlað að nú lifi á jörðinni
um 3 milljónir lífverutegunda. í fljótu
bragði virðist ekki margt líkt með furu-
tré og froski eða með marglyttu og
manni, en við nánari athugun kemur í
ljós að viss einkenni efnasamsetningar,
skipulags og starfsemi eru öllum lífver-
um sameiginleg. Þrátt fyrir hinn gífur-
lega fjölda lifverutegunda er það ein-
ungis ein tegund lífs sem byggir jörðina.
FRUMUR OG
STÖRSAMEINDIR
Allar lífverur — að veirum einum
undanskildum — eru gerðar úr frum-
um. Þær minnstu eru reyndar einungis
ein fruma, einfrumungar. Þetta eru
smásæjar lífverur, gerlar og ýmsar
frumverur. Plöntur og dýr eru hins veg-
ar fjölfrumungar, og eru flest þeirra sett
saman úr milljónum eða milljörðum
frumna. Frumur hljóta því að vera mjög
smávaxnar. Gerilfrumur eru oft urn
einn þúsundasti úr millimetra í þver-
mál, en fruntur dýra og plantna eru
mun stærri eða einn til þrír hundruö-
ustu úr millimetra í þvermál.
Þrátt fyrir smæð sína eru frumur
fjarri því að vera einfaldar í sniðum.
Þær búa allar yfir sérstöku, margbrotnu
skipulagi. Þetta skipulag er talsvert
301