Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 51
2 RKS
um 35 hvitur
©
1 RKS
um 20 hvitur
30 s
5. mynd. Sundrun og endurbygging ríbósóma. Ríbósóm gerla, svonefnd 70S ríbósóm, eru
sett saman úr tveimur ögnum, 30S og 50S. Einungis fullgerð (70S) ríbósóm eru starfhæf. Þau
annast myndun peptíðkeðja. 1. 70S ríbósóm klofin í 30S og 50S agnir sem eru skildar að og
einangraðar; 2. 30S og 50S ögnum sundrað í RKS sameindir og hvítur; 3. sjálfkrafa sam-
söfnun 30S og 50S agna í tilraunaglasi; 4. 30S og 50S agnir sameinaðar á ný og 70S ríbósóm
mynduð. Þessi ribósóm eru starfhæf.
©
30 S
gerðar úr. Efnatengin sem taka þátt í
mótuninni eru að mestu leyti veik tengi,
t. d. vetnistengi, jónatengi og vatns-
fælnistengi. Þessi tengi geta myndast og
rofnað án tilstillis sérstakra hvata.
Notkun slíkra tengja gerir það að verk-
um að þrívíð lögun hvítusameinda er
mjög viðkvæm fyrir ýmiss konar breyt-
ingum á nánasta umhverfi þeirra, t. d.
breytingum á hitastigi, sýrustigi og
styrkleika jóna. Og stundum þarf ekki
nema lítils háttar breytingu á lögun til
þess að hvítusameind verði óstarfhæf
með öllu. Þetta á ekki síst við um líf-
hvatahvítur.
Þegar byggt er úr hvitum i lifandi
frumu virðist vera fylgt sömu megin-
reglum og gilda þegar hvítusameind-
irnar sjálfar eru settar saman úr amínó-
sýrukeðjum: Byggingareiningar safnast
saman sjálfkrafa og tengjast veikum
efnatengjum. Tökum dæmi: Ríbósóm
eru frumulíffæri sem annast hvítusmíð,
og er mikill fjöldi þeirra í flestum frum-
um. Þau eru aðeins um 0.00002 mm í
þvermál, sett saman úr tveimur ögnum
sem hvor um sig er gerð úr RKS og
hvítu. í gerlinum E. coli er minni ögnin
gerð úr um 20 mismunandi hvítusam-
eindum og einni RKS sameind, en sú
stærri er gerð úr um 35 hvítusameind-
um og tveimur RKS sameindum.
Ríbósómagnir hafa verið einangraðar
og síðan sundrað í byggingareiningar
sínar, RKS og hvítur. Tilraunir hafa
sýnt að við ákveðin skilyrði safnast
þessar einingar sjálfkrafa saman og
mynda ríbósómagnir á ný (5. mynd).
Slíkar endurbyggðar agnir starfa alveg
jafn eðlilega og þær sem myndast haía í
lifandi frumu. Engra hvata er þörf þeg-
ar þetta margbrotna frumulíffæri
myndast úr byggingareiningum sínum,
enda er einungis urn veik efnatengi að
ræða þegar þær safnast saman. Það er
heldur ekki þörf fyrir sérstakt mót eða
sérstaka verkstjórn aðra en þá sem fólgin
er í einingunum sjálfum. Slík er helsta
byggingaraðferð frumunnar.
Hin veiku efnatengi valda því að
byggingarvirki frumunnar eru að jafn-
aði nijög þjál og sveigjanleg. Öþjál
stoðefni í dýra- eða plöntuvefjum liggja
yfirleitt utan frumuhimnunnar.
FJÖLGUN I EIGIN MYND
Lífverur leitast við að viðhalda
skipulagi sínu, vaxa og fjölga sér. Til
þessa þurfa þær bæði næringarefni og
305