Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 54
gerð og magni þeirrar fæðu sem þær
neyta. Ýmsir aðrir umhverfisþættir geta
einnig haft áhrif á efnaskipti og efna-
gerð lífveranna. Sérhverri lífveru hæfir
best ákveðið umhverfi sem aðrar lífver-
ur kunna ef til vill ekki að meta. Dýr
þola t. d. illa að þeim sé dýft í 85 stiga
heitt vatn, en til eru gerlar sem lifa og
dafna vel við þetta hitastig. Sérhver líf-
vera hefur því sitt eigið aðlögunarsvið.
Hún getur einungis iifað innan vissra
umhverfismarka sem ráðast af eðli lifs-
skipulagsins almennt og af erfðaefni líf-
verunnar sérstaklega.
En þær sveiflur og breytingar sem
verða á gerð einstakra lífvera af völdum
umhverfisins eru yfirleitt ekki arfgeng-
ar. Þær snerta ekki þau boð sem erfða-
efnið ber á milli kynslóða. Erfðaefni
einstaklingsins breytist ekki til sam-
ræmis við breytingar umhverfisins,
enda þótt líkamsbygging hans kunni að
gera það að vissu marki. Þessi sannindi
hafa oft verið orðuð þannig að áunnir
eiginleikar erfist ekki. Frá fornu fari
hefur trú á erfðir áunninna eiginleika
verið útbreidd. Ýmsir líffræðingar hafa
gert tilraunir til að færa hana í búning
vísindalegrar kenningar. Einna þekkt-
astur þeirra er Frakkinn Jean Baptiste
Lamarck (1744— 1829), og er nafn hans
oft notað til að einkenna kenningar af
þessu tæi. A þessari öld hefur síaukin
þekking á eðli erfða smám saman kippt
öllum stoðum undan slíkum kenning-
um. Þær eru því í litlum metum meðal
líffræðinga. En trúin á erfðir áunninna
eiginleika mun enn eiga sér marga
A T
A T
C G
T A
A
A
C
T
A T A T
A T A T
C G C G
T A T A
A T
Villa (G) T
C G
T A
A T A T
> G C A T
C G C G
T A T A
Stökkbr.
DKS
7. mynd. Stökkbreytingar
vegna mistaka við eftirmynd-
un DKS sameindar. Kirnið G
hefur á einum stað komið í
stað A, andspænis T i mót-
svarandi þætti sameindarinn-
ar. Þegar þessi afbrigðilega
sameind er eftirmynduð parast
þetta G við C, og er þá komin
fram stökkbreytt DKS sam-
eind þar sem kirnisparið GC
hefur komið í stað AT í upp-
runalegu sameindinni. Slík
breyting er arfföst og getur
haft veruleg áhrif á starfhæfni
hvítusameindar.
308