Náttúrufræðingurinn - 1980, Síða 64
slóðum og það gaeti jafnvel hugsast að ég
hefði skoðað þennan stað svolitið oftar og
jafnvcl nokkru betur en G.L. Auk þess benti
ég bæði Sigurði Þórarinssyni og Guðrúnu
Larsen á þennan stað einmitt vegna þess
hvað þar má fá góð snið fyrir öskulagarann-
sóknir. Ég valdi þarna einn ákveðinn stað
fyrir jarðvegssnið einfaldlega vegna þess að í
fyrsta lagi var sniðið þarna hreinna en víðast
hvar annars staðar þ.e.a.s. minna lá þar utan
í af jarðvegstorfum, sem nýlega hefðu sigið
niður vegna þess að vatnið hefur grafið
bakkann, í öðru lagi vegna þess að þarna eru
mólögin óhreyfð allt frá yfirborði hraunsins
og upp að malarlaginu og i þriðja lagi vegna
þess að þarna má sjá jarðlögin liggja á
hrauninu sjálfu, en þau hafa að sjálfsögðu
ekki tekið umtalsvert að myndast fyrr en
löngu eftir að hraunið var kalt orðið.
Þéttleiki neðstu jarðlaganna stafar að
sjálfsögðu af því einu að ofan á eru um 10 m
þykk jarðlög enda er það svo að birkistofn-
arnir neðantil í rofinu eru orðnir flatir
undan þunga jarðlaganna. Að um hitaáhrif
frá hrauninu sé að ræða er hugmynd sem er
jafn furðuleg sem fráleit. Að bólstramyndun
komi fyrir í Landbrotshrauninu er nokkuð,
sem ég hef bent á fyrir löngu enda er það
eðlilegt þar eð hraunið hefur runnið yfir
votlendi.
G.L. segir á bls. 24 að svo geti verið að
„tota úr Landbrotshrauninu hafi troðið sér
inn í eldri jarðveg, eins og víöar við hraun-
jaðarinn á þessu svæði“. Það væri nú
óneitanlega nokkurs virði að fá að vita hvar
þeir staðir eru þar sem þetta hefur sannanlega
gerst. Að mínu mati á þessi ítroðsluhug-
mynd G.L. ekki fremurskylt við ncitt annað
en það sem nefnt hefur verið vísindaskáld-
skapur (science fiction).
Þar sem engar staðreyndir liggja fyrir má
segja að leyfilegt sé að láta hugmynda-
gamminn geysa jró jrví aðeins að taka fram
að svo sé gert og engar kröfur gerðar til þess
að málið sé tekið alvarlega. Einfaldast er jró
og heilbrigðast að láta málið afskiftalaust í
von um að síðar rætist úr. Ef ákveðnar
niðurstööur eru rengdar af einhverjum
ástæðum, [sá er það bæði vísindaleg og sið-
ferðileg skylda jress, sem |>aö gerir, að benda
á staðreyndir máli sínu til stuðnings og jafn-
framt gera sér fulla grein fyrir Jrví hvað
staðreynd er.
Jón Jónsson.
HEIMILDIR
Larsen, Guðrún (1979). Um aldur Eldgjár-
hrauna. Náttúrufr. 49 (1), 1—26.
Jónsson, Jón (1975). Nokkrar aldursákvarð-
anir. Náttúrufr. 45, 27 — 30.
Jónsson, Jón (1978). Eldstöðvar og hraun í
Skaftafellsjringi. Náttúrufr. 48,
196-230.
SUMMARY
Four C14 datings of a soil overlying the
Landbrot lava at Dalbær (Jónson 1975, 1978)
indicate that Larsen’s (1979) view concerning
the age of this lava flow is not acceptable.
Jón Jónsson
National Energy Authority
Reykjavík.
318