Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 81

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 81
erne havde faatt paa dette eng, borttog bemeldte Jochulsaa aldeeles. Þorvaldur Thoroddsen vitnar í fyrra bréfið í athugagrein með Skýrslum um Mývatnselda, sem hann gaf út (Safn til sögu íslands IV, 404), en vegna smá- vægilegrar yfirsjónar tímasetur hann hlaupið í ágúst 1729. Sú skekkja hefur gengið aftur til þessa dags. í bréfinu lofar Benedikt að taka þingsvitni um tjón af þessu hlaupi. Þingsvitnið hefur ekki konrið í leitirnar. Er sennilegt að það hafi aldrei verið tekið, m.a. vegna þess að nýr maður tók við starfi stift- amtmanns um þessar mundir, og Benedikt e.t.v. talið fátt nýtt um málið að segja. Jökulsárhlaupið 1730 virðist einkunn hafa flætt yfir Vestursand. Það hefur rekið smiðshöggið á þá eyðilegg- ingu, sem varð þar árið 1729. Ekki hafa fundist heimildir um eldgos í Vatnajökli þetta ár. Er því hugsanlegt að jarðhiti hafi valdið hlaupinu. Jökul- stífluð lón koma síður til greina (Sig- urður Þórarinsson 1950). Hlaupið 1730 er síðasta stórhlaupið í Jökulsá á Fjöllum, sem öruggar heimildir eru til um. Ekki er útilokað að áin hafi rumskað síðar á 18. öld. Þó má sjá af þingsvitni 5. maí 1736 [6] og skoðunargjörð 18. ágúst 1736 [7], að jörðurn á Öxarfjarðarsandi sé enginn voveiflegur skaði tilfallinn um nokkur undanfarandi ár, nema „árið 1734 hafi stórkostlegan sand borið upp á Byrgis tún, sem þó sé að mestu aftur í stand komið.“ Líklega hefur þar verið um sandfok að ræða. LANDAMERKI OG ÍTÖK í gamalli heimild segir svo um Skóga: „Tún er ekkert og hefur aldrei verið.“ Svipuð ummæli eru í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns um margar jarðir í Kelduhverfi og Öxarfirði. Þarna kemur fram hvað engjaheyskapurinn var ráðandi í lífs- björg manna í þessum sveitum. Mátti heita svo áður, að sandurinn vestan Bakkahlaups væri sláandi engi, en víða haugagras, þar sem áin hljóp yfir í vorflóðum. Mjög góðar engjar voru og í landi Skóga or Skinnastaðar. Til þess að hægt sé að átta sig á fornum heimildum um tjón af völdum Jökulsárhlaupa, þarf að hafa hliðsjón af því hvernig nytjaland á sandinum skiptist á milli jarða. Sumarið 1983 var rætt við nokkra bændur og aðra stað- kunnuga menn til þess að fá grófa hugmynd um landamerkin eins og þau voru á 17. og 18. öld. Þau eru sýnd á meðfylgjandi korti (5. mynd). Ekki má þó taka kortið of bókstaflega. Sums staðar er umdeilt hvar merkin eru og annars staðar skortir upplýsing- ar, enda yrði nákvæm rannsókn á eignaskiptingunni mikið verk. Landamerkin segja ekki alla söguna um landsnytjar á sandinum, því að ýmsar jarðir áttu engjaítök þar. Þessi ítök eru líklega þannig til kornin að menn fengu að slá spildur, sem land- setar bestu jarðanna komust ekki yfir að nytja. í Fylgiskjali 1 er lauslegt yfirlit um engjaítök á Kelduhverfis- og Öxarfjarðarsandi. FARVEGURSTÓRÁR Árni Óla skrifaði um Kelduhverfi í Árbók Ferðafélags íslands 1941. Hann var gagnkunnugur sveitinni, enda fæddur og uppalinn á Víkingavatni. í bók hans er ýmis skemmtilegur fróð- leikur, sern ekki er til annars staðar. Um Stórá segir hann nr.a. þetta (bls 54): Áður en Stórá þornaði upp, var Sand- urinn afkróaður af beljandi jökulvötn- um á þrjár hliðar, en sjó á eina. Varð þá ekki komist þangað öðruvísi en að 175

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.