Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 81

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 81
erne havde faatt paa dette eng, borttog bemeldte Jochulsaa aldeeles. Þorvaldur Thoroddsen vitnar í fyrra bréfið í athugagrein með Skýrslum um Mývatnselda, sem hann gaf út (Safn til sögu íslands IV, 404), en vegna smá- vægilegrar yfirsjónar tímasetur hann hlaupið í ágúst 1729. Sú skekkja hefur gengið aftur til þessa dags. í bréfinu lofar Benedikt að taka þingsvitni um tjón af þessu hlaupi. Þingsvitnið hefur ekki konrið í leitirnar. Er sennilegt að það hafi aldrei verið tekið, m.a. vegna þess að nýr maður tók við starfi stift- amtmanns um þessar mundir, og Benedikt e.t.v. talið fátt nýtt um málið að segja. Jökulsárhlaupið 1730 virðist einkunn hafa flætt yfir Vestursand. Það hefur rekið smiðshöggið á þá eyðilegg- ingu, sem varð þar árið 1729. Ekki hafa fundist heimildir um eldgos í Vatnajökli þetta ár. Er því hugsanlegt að jarðhiti hafi valdið hlaupinu. Jökul- stífluð lón koma síður til greina (Sig- urður Þórarinsson 1950). Hlaupið 1730 er síðasta stórhlaupið í Jökulsá á Fjöllum, sem öruggar heimildir eru til um. Ekki er útilokað að áin hafi rumskað síðar á 18. öld. Þó má sjá af þingsvitni 5. maí 1736 [6] og skoðunargjörð 18. ágúst 1736 [7], að jörðurn á Öxarfjarðarsandi sé enginn voveiflegur skaði tilfallinn um nokkur undanfarandi ár, nema „árið 1734 hafi stórkostlegan sand borið upp á Byrgis tún, sem þó sé að mestu aftur í stand komið.“ Líklega hefur þar verið um sandfok að ræða. LANDAMERKI OG ÍTÖK í gamalli heimild segir svo um Skóga: „Tún er ekkert og hefur aldrei verið.“ Svipuð ummæli eru í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns um margar jarðir í Kelduhverfi og Öxarfirði. Þarna kemur fram hvað engjaheyskapurinn var ráðandi í lífs- björg manna í þessum sveitum. Mátti heita svo áður, að sandurinn vestan Bakkahlaups væri sláandi engi, en víða haugagras, þar sem áin hljóp yfir í vorflóðum. Mjög góðar engjar voru og í landi Skóga or Skinnastaðar. Til þess að hægt sé að átta sig á fornum heimildum um tjón af völdum Jökulsárhlaupa, þarf að hafa hliðsjón af því hvernig nytjaland á sandinum skiptist á milli jarða. Sumarið 1983 var rætt við nokkra bændur og aðra stað- kunnuga menn til þess að fá grófa hugmynd um landamerkin eins og þau voru á 17. og 18. öld. Þau eru sýnd á meðfylgjandi korti (5. mynd). Ekki má þó taka kortið of bókstaflega. Sums staðar er umdeilt hvar merkin eru og annars staðar skortir upplýsing- ar, enda yrði nákvæm rannsókn á eignaskiptingunni mikið verk. Landamerkin segja ekki alla söguna um landsnytjar á sandinum, því að ýmsar jarðir áttu engjaítök þar. Þessi ítök eru líklega þannig til kornin að menn fengu að slá spildur, sem land- setar bestu jarðanna komust ekki yfir að nytja. í Fylgiskjali 1 er lauslegt yfirlit um engjaítök á Kelduhverfis- og Öxarfjarðarsandi. FARVEGURSTÓRÁR Árni Óla skrifaði um Kelduhverfi í Árbók Ferðafélags íslands 1941. Hann var gagnkunnugur sveitinni, enda fæddur og uppalinn á Víkingavatni. í bók hans er ýmis skemmtilegur fróð- leikur, sern ekki er til annars staðar. Um Stórá segir hann nr.a. þetta (bls 54): Áður en Stórá þornaði upp, var Sand- urinn afkróaður af beljandi jökulvötn- um á þrjár hliðar, en sjó á eina. Varð þá ekki komist þangað öðruvísi en að 175
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.