Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 8
3. mynd. Leit að rafleiðandi
hlut með lijálp útvarpsbylgja
frá fjarlægum sendi. Endur-
kastaða bylgjan er mun dauf-
ari en hin upprunalega.
Stefnuloftnet mælir út-
breiðsluátt fyrir summu bylgj-
anna á hverjum stað. -
Principle of homogeneous
source (VLF, etc.) prosp-
ecting.
anna vegna kafbátafjarskipta. Til að
ná sem bestum merkjum frá þeim (3.
mynd) þarf að halla loftneti tækisins í
sérstaka átt, og breytist hallinn ef
endurköstuð bylgja að neðan bætist
við þá upprunalegu.
Hitt tækið er svokölluð íssjá (Helgi
Björnsson 1977) sem var notuð með
góðum árangri á árinu 1983 við leit að
flugvélum í ísfrera Grænlands. Hún
vinnur við tíðnina 3 megarið, og á
markaði til jarðvegsrannsókna eru
svipuð tæki með 120 megariða sendi-
tíðni. í stuttu máli sagt hefur þó sand-
urinn við Skeiðarárósa reynst alltof vel
rafleiðandi til þess að treysta megi
þessum aðferðum óbreyttum við leit
að málmhlutum þar. Þróun og prófun
sérhæfðs tækjabúnaðar af þessu tagi,
sem komið gæti að notum þar eystra,
yrði talsvert kostnaðarsöm.
RAFLEIÐNI- OG
SPENNUMÆLINGAR
Óreglur í rafleiðni jarðvegs, sem
hugsanlega gætu stafað af fornum
mannvistarleifum, má einnig kort-
leggja á þann hátt, að í jarðveginn er
stungið tveim rafskautum. Mældur er
sá straumur, sem senda má milli þeirra
úr rafhlöðu eða öðrum straumgjafa,
og um leið mæld rafspennan sem fram
kemur á afmörkuðu bili mitt milli
skautanna (4. mynd a). Breytingar á
hlutfalli straums og spennu, sem
kunna að sjást við flutning þessa bún-
aðar af einum stað á annan, geta staf-
að af því að rafstraumurinn stytti sér
leið gegnum vel rafleiðandi hlut eða
svæði í jarðveginum.
Eins og flestum lesendum er eflaust
kunnugt, er svipuð aðferð mjög mikið
notuð við könnun íslenskra jarðhita-
svæða (Axel Björnsson 1980). í forn-
minjaleit hefur hún víða komið að
gagni, einkum við að finna forna
skurði. Má nefna um það merk dæmi,
svo sem við kortlagningu horfinna
byggða frá dögum Grikkja og Róm-
verja (Aitken 1974).
Aðferðin er hinsvegar allt of tíma-
frek til þess að henni sé hægt að beita á
annað en fornminjasvæði sem þegar
hafa fundist með öðrum aðferðum.
Leiði jarðvegurinn of vel rafmagn,
með moldarsýrum eða söltu jarðvatni,
til þess að teljandi brot af raf-
straumnum nái niður í þann hlut sem
54