Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 11
MÆLING 23 ftPR. 1982
6. mynd. Stærð frávika í segulsviðsstyrk, miðað við 51960 nT ótruflað meðalsvið, á stað á
Skeiðarársandi þar sem síðar var grafið niður á skipsflak. Hámarksgildi (í 2,2 m hæð) var
um 1200 nT. - Contour map of total-field magnetic survey results, SE-Iceland. Good
approximation was obtained by a source ofthree point objects at 13 m dept, totalling 60-106
G-cm3.
eigu Orkustofnunar m. a. notaður til
sambærilegrar leitar 1968, þegar
fannst sá hluti járnfarmsins úr skipinu
Persier, sem grafist hafði í sandinn
sunnan Hjörleifshöfða nieðan á mála-
ferlum um eignarrétt stóð.
Við ítarlegar segulsviðsmælingar,
sem gerðar voru á línum með 50 m
millibili vestan til á Skaftafellsfjöru
1974-75, kom fram 54 nT frávik í 5,5
m hæð í 500 m fjarlægð frá sjó. Það gat
bent til nokkurra tuga smálesta járns á
u. þ. b. 18 m dýpi, og gat það komið
heim við það sem vitað er um járn (í
byssum, kúlum, akkerum, festingum
o. fl.) um borð í Het Wapen. Ekkert
fannst þó við gröft, og má helst gera
sér í hugarlund að sandurinn hafi þar
segulmagnast af náttúrulegum or-
sökum á borð við eldingu.
Við mælingar austan Skeiðarár
haustið 1981 kom fram segulfrávik (6.
mynd) sem benti til 150-400 smálesta
járns á 13 m meðaldýpi í sandinum.
Þetta þótti fullmikið magn til að geta
átt við um járnhluti í Het Wapen, en
ekki var þó útilokað að frávikið gæti
að mestu stafað af járni í kjölfestu þess
skips (sbr. Marsden 1974) eða af um-
myndun minna járnmagns við að
liggja í brennisteinsríku vatni.
Sem kunnugt er, reyndist þarna
vera um flak annars og mun yngra
skips að ræða, en væntanlega er
leitinni að þessu sögulega Indíafari
ekki þar með lokið.
AÐRAR AÐFERÐIR
Til eru fleiri mæliaðferðir í jarðeðl-
isfræði, sem öðru hverju hafa kornið
til álita vegna leitar að fornminjum.
57