Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 12
Ein slíkra eru þyngdarsviðsmælingar,
þar eð misþung efni í jarðskorpunni
valda staðbundnum óreglum í stefnu
og styrk þyngdarsviðs jarðar. Þessi
áhrif eru hinsvegar svo lítil, að með
bestu fáanlegum tækjum er vart hægt
að verða var við myndanir, sem eru
innan við 50 m á hvern veg, nema með
mjög mikilli fyrirhöfn.
Einnig hefur mæling á geislavirkni
verið nefnd sem leitaraðferð. Sá hæng-
ur er á henni, að agnageislar (a og þ)
komast ekki nema sentimetra eða svo
niður í jarðveg, en ljóseindir (y-
geislar) eða geimgeislar endurkastast
ekki frá hlutum í jörðu. Mælingar á
mjög daufri geislavirkni fornminja,
sem gera má í sérstökum tækjum í
rannsóknastofum, geta hinsvegar veitt
mikilsverðar upplýsingar um aldur
þeirra. Eru þesskonar mælingar annað
þýðingarmikið framlag eðlisfræðinnar
til fornleifarannsókna, en þeim verða
ekki gerð skil í þessari grein.
LOKAORÐ
Þegar þetta er skrifað í apríl 1984,
hefur enn ekki náðst tilætlaður árang-
ur af leitinni að Het Wapen van Amst-
erdam. Verið getur, að flakið sé enn í
sandinum, en hafi ekki komið fram á
tækjum vegna þess að þau séu ekki
nógu næm eða ekki hafi verið mælt í
námunda við flakið. Einnig er hugsan-
legt, að strandstaðurinn sé nú úti í sjó
eða flakinu hafi skolað þangað í
Skeiðarárhlaupi.
Leitin hefur að mörgu leyti verið
einstök framkvæmd í sinni röð á ís-
landi. Það sem leitað er að, á sér varla
hliðstæðu, og landfræðileg skilyrði eru
einnig mjög óvenjuleg. Tækni til mæl-
inga, ferða um sandflæmin, staðsetn-
inga þar, og borana tii að kanna orsak-
ir mælifrávika, hefur verið í framþró-
un; má jafnvel segja, að ennþá sé
nokkuð í land til þess að viðunandi
líkindi séu á að eitthvað finnist og
bjargist af skipinu með viðráðanlegum
kostnaði. Segulsviðsmælingar eru enn
sem komið er vænlegasta leitaraðferð-
in, og má verulega bæta framkvæmd
þeirra.
Með stærri þjóðum starfa fyrirtæki á
sviði margskonar tækni og vísinda,
sem framkvæmt gætu sérhæfða þætti
leitarstarfs af þessu tagi. Slíkt út-
heimtir þó ávallt kostnaðarsaman und-
irbúning, ekki síst við val og prófun
mælitækja. Hafa ísienskar stofnanir af
ýmsum ástæðum ekki getað tekið að
sér þá rannsóknastarfsemi fyrir þetta
einstaka verkefni. Hins vegar hefur
þátttaka þeirra eða aðstoð við leitina
að Het Wapen veitt íslenskum vísinda-
mönnum ýmsa reynslu og orðið hvati
til rannsókna sem haft geta víðtækara
gildi.
Eflaust eiga eftir að finnast marg-
háttaðar rnerkar fornntinjar á íslandi
og við strendur þess. Væntanlega geta
jarðeðlisfræðiaðferðir átt þátt í fundi
og rannsókn þeirra, og gæti þá reynsla
og þjálfun frá „gullskips“-leitinni orð-
ið þar nokkur bakhjarl. Hér sem víðar
reynir á það, að nægur skilningur sé á
nauðsyn ítarlegra grundvallarrann-
sókna til undirbúnings slíkum fram-
kvæmdum.
ÞAKKARORÐ
„Gullskips“-mönnum á Skeiðarársandi
eru þökkuð ánægjuleg kynni, margar fróð-
legar viðræður um forsendur leitarinnar að
Het Wapen, og samvinna við mælingar
þar. Sérstaklega vil ég þakka Jóni
Jónssyni, jarðfræðingi.
HEIMILDIR
Aitken, M. 1974. Physics and Archeology,
2. útg. - Oxford University Press, Ox-
ford: 291 bls.
Axel Björnsson 1980. Jarðhitaleit og rann-
58