Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 30
3. mynd. Jarðvegslög í rofaskurði vestan við Leiðólfsfell. Skóflan stendur við ljósu ösku-
lögin tvö, sem aldursákvörðuð eru, en gröfturinn endar við þykka vikurlagið frá gosinu
(1112?) til vinstri. — A soil section west of mt. Leiðólfsfell. The spade stands at the two
light tephra layers which have been C14 dated. The upper end of the digging is at the thick
tephra layer (perhaps from 1112) to the left. (Ljósm/p/joío Jón Jónsson).
Ekki verður í það ráðið hvaða hraun
það kann að vera sem klerkur taltli
vera frá sögulegum tíma og heimildir
þær sem hann hafði virðast glataðar.
DRAUMUR JÓNS STEINGRÍMS-
SONAR OG SÖGNIN UM
TÓLFAHRING
I ævisögu sinni segir Jón Steingríms-
son (útg. 1973 bls. 192-193) frá
draumi er hann dreymdi líklega
snemma árs 1783. Hann dreymdi
mann er kvaðst heita Eldriðagrímur
og hafa komið ofan af fjöllum.
„Ég kom hingað áður sama veg, í tíð
Sæmundar fróða“ Ég spyr, hvort
hann muni það ár, hverju hann játar
og segir: „Það var 1112“. Finn ég
síðar í annálabók einni, að það ár
var hér eldgangur mikill, sem
skemmdi land og byggðir".
I viðbæti við hið merka rit sitt um
Skaftárelda hefur séra Jón Steingríms-
son tekið sarnan skrá yfir býli, í Vest-
ur-Skaftafellssýslu, þau er lagst hafa í
eyði á umliðnum öldum, tekur fram
orsakir eyðingarinnar og tilgreinir ár-
töl eftir þeim heimildum, sem honum
voru kunnar (í Safn til sögu íslands
IV) segir:
„í Búlandssókn eða norðast í
Skaptártungu 1112 eða þar um bil
eyðilagðist lieil byggð með 12 bæj-
um af of miklu öskufalli, svo aldrei
kunna aptur að byggjast, þá er hálf-
bevísanlegt, að hér hafi eldur fram-
komið og hraunspýju eftir sig látið.
Þar þessi byggð var, sjást enn til
76