Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 32
Cm 0 k/élilháéL 50- SKYRINGAR: Mold Svört aska Ljós aska Gróleit aska Grófur vikur Ö. 1362 100 JARÐVEGSSNIÐ VIÐ LEIÐÓLFSFELL 5. mynd. Jarðvegssnið á sama stað og 4. mynd. — A soil section at same place as fig. 4. Skaftáreldahrauni. Hefur verið talið að það væru gervigígir, en hversu ör- ugg sú niðurstaða er, skal ósagt látið. Mjög greinilegt er hvernig Skaftár- eldahraun hefur runnið kringum þessi eldri eldvörp og skilið eftir óbrennis- hólma (6. mynd). Stærsti gígurinn á þessu svæði er sem næst beint vestur af gangnamannakofunum vestan undir Leiðólfsfelli. Hann er um 15—20 m hár yfir umhverfið (7. mynd). Skammt þar frá má sjá hvernig Skaftárelda- hraun hefur í mjóum taumum fallið yfir hluta af þessum eldstöðvum, en þær má rekja þarna um rösklega kíló- metra leið (1. mynd). Svo er að sjá sem lítið eða jafnvel ekkert hraun hafi runnið úr syðstu gíg- unum og virðist því líklegast að vikur- og gosmalarlagið, sem þarna er svo áberandi hafi úr þeim komið. Þetta gæti þýtt að gosið hafi byrjað norðar og færst suðureftir og því væri ösku- lagið fínt neðst en vikur ofantil. HRAUNIÐ Bergið í hrauni þessu er dökkgrá- leitt, fínkornótt og með strjálum felt- spatdílum, sem eru um 1 mm'stórir. Aðrir dílar sjást ekki með berum aug- um að fráteknum einstaka samsettum dílum, sem þá geta náð því að vera 1,5-2 mm. Þeir eru samvaxnir úr pla- gióklasi og stundum pýroxeni, en trauðla verður það greint nema með nokkurri stækkun. Samsetning þessa hrauns borin sam- an við Skaftáreldahraun fylgir hér á eftir í töflu 1. Þarna er um að ræða meðaltal fyrir margar athuganir. Eins og sjá má eru þessi hraun harla lík, en það gildir raunar um fjölda hrauna á þessu svæði að munur frá einu hrauni til annars er ekki meiri en munur, sem fundist get- ur innan eins og sama hrauns. Geta má þess að eitt af því sem telja mætti einkenni bæði Skaftáreldahrauns og Leiðólfsfellshrauns er að í báðum koma fyrir einstaka tiltölulega stórir ólivíndílar. Einu hraunin á svæðinu austan Skaftár, sem vitað er að skeri sig verulega úr eru Lambavatnshraun og Kambahraun. í þær athuganir, sem liggja til grund- vallar fyrir þessu greinarkorni var ekki hægt að verja nema tveim dagsstund- um á síðastliðnu sumri (1983). Það sýnist þó fullljóst að enn vantar á að þetta svæði sé nægilega vel kannað. AÐ LIÐNU ÁRl Frá því að þetta var skrifað er nú liðið nokkuð meira en ár. Á þeim tíma hefur einkum tvennt gerst það er varð- ar eldstöðina við Leiðólfsfell. 78

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.