Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 11
4. mynd. Rönd Eldgjárhraunsins við Nyrðri Ófæru. T. h. gervigígir í hraunröndinni.
Klettarnir, sem standa upp úr sandinum á miðri myndinni (ör) eru Skaftáreldahraun.
— The Eldgjá lava at Nyrðri Ófæra. Pseudocraters are seen at the lava margin to the right.
The cliffs seen in the sandur plain (arrow) are from the Laki lava of 1783. (MyndIphoto
Jón Jónsson).
hefur meðfram Syðri Ófæru, er það
eitt að segja, að mót hennar og Skaft-
áreldahrauns sjást ekki. Þau eru ger-
samlega hulin af framburði og því ekk-
ert hægt að fullyrða um hvað langt sú
hraunkvísl hefur náð. Hvergi hef ég
getað fundið það hraun í farvegi
Ófæru meðfram Tólfahring né heldur
neðar.
Aldur Eldgjárhrauns
Sýnt hefur verið fram á (Jón Jóns-
son 1982) að hraun það er rann til
austurs út úr Eldgjá hafi runnið yfir
þykk jarðvegslög. Þetta hefur Robson
líka áður séð, en virðist ekki hafa gert
sér grein fyrir þýðingu slíkrar athugun-
ar. Eftir að hafa gert grein fyrir þykkt
hraunlaga í norðurrönd hraunsins seg-
ir hann (bls. 101): „. . . resting on a
series of banded soil and ash layers.“
Þetta er mjög mikilvæg athugun og
væri því full ástæða til að skoða nánar
þá aðra staði, sem Robson tilgreinir á
sama hátt.
Sumarkvöld við Ófœrufoss
Um verslunarmannahelgina 1982
fór hópur á vegum Ferðafélags ís-
lands, eins og að vanda, austur í Laka
og með viðkomu og næturdvöl í Eld-
gjá á heimleið. Var þar gist í tjöldum
seinustu nótt ferðarinnar. Árinu áður
hafði ég veitt því athygli að líklega
mætti sjá undirlag Eldgjárhraunsins
þar sem Ófæra fellur út af því skammt
austan við slóðina yfir ána.
5