Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 12
5. mynd. Foss í Nyrðri Ófæru þar sem hún fellur út af hrauninu. - Waterfall in Nyrðri
Ófæra at the margin of the Eldgjá lavaflow. (MyndIphoto Jón Jónsson).
í þaö sinn var rigning og þoka öðru
hvoru, svo að ekki var tækifæri til að
huga að þessu. Athugun Robsons var
mér þá ekki kunn. Sumarið 1982 var
aftur á móti dýrðlegt veður, logn og
bjart þegar komið var í Eldgjá, og því
gott tækifæri til að huga nánar að
þessu. Bflstjórinn okkar var svo góður
að lána mér stígvél og skóflu, svo ég
gat vaðið norður yfir Ófæru og gengið
meðfram hraunröndinni austur eftir.
Milli hraunsins og hlíðarinnar, sem er
suðurhorn Skælinga, hefur grafist
djúpur gilskorningur. Með því að
fylgja honum nokkuð austur eftir er
komið þar að sem áin fellur út af
hrauninu í fallegum fossi (5. mynd),
sem þó fæstir þeirra er í Eldgjá koma
fá að sjá, og nafnlaus virðist hann
vera. í hvamminum við fossinn koma í
ljós jarðvegslög þau, sem undir
hrauninu eru (6. mynd). Svo virðist
sem hraunið hafi hér runnið yfir gróna
giljareiti líkt og bráð úr deiglu án þess
að trufla jarðlögin hið minnsta. Þarna
er þykkur jarðvegur með fjölda
öskulaga (7. og 8. mynd). Virðist
mega ætla að þetta snið nái yfir allan
tímann frá því að gróður fékk fótfestu
á staðnum og fram til þess að hraunið
innsiglaði þessi jarðlög. Jarðvegur
þessi er ærið sendinn eins og allur
jarðvegur hér um slóðir og ýmist þurr-
Iendisjarðvegur eða mólög með greini-
legum gróðurleifum. Hér er því auð-
velt að ná í efni til 14C aldurs-
6