Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 23
flöt. Ekki er vandi að finna slíkan
stað, en mikið verk er að grafa með
handverkfærum gegnum svo þykkan
jarðveg, sem þarna er. Því var sá kost-
ur valinn að grafa þar sem uppblástur
hefur feykt burt efstu lögum jarðveg-
arins, enda var ætlunin að grafa fram
þau jarðlög, sem næst eru hrauninu og
fyrir neðan þau, sem aldursákvörðuð
hafa verið, og á þann hátt komast næst
aldri hraunsins.
Tvö jarðvegssnið
Að lokum skal hér gerð grein fyrir
tveim jarðvegssniðum, sem ættu að
geta tekið af allan efa í þessu máli. Til
að auðvelda lesanda skilning hvernig
hér er tekið á málum, hef ég valið að
gefa fyrst yfirlit yfir þær aldursákvarð-
anir, sem fyrir liggja, og byrja með
það sem yngst er. Jafnframt skal vísað
í teikningu (8. mynd B) og ljósmyndir
(12. mynd).
hugað sérstaklega. Nr. 1 er sýni tekið
undir malarlaginu í rofinu hjá Dalbæ
(Sbr. Jón Jónsson 1979). Nr. 5 er
einna áhugaverðast í sniðinu frá Ás-
garðshálsum. Það er um 19 cm neðan
við þykka, ljósa lagið og 0,8-1 cm
þykkt, en það sem merkilegast er við
það er að undir og í því eru svo þéttar
gróðurleifar að nota mátti til aldursá-
kvarðana. Ekki er þetta kvistgróður
heldur gras og svo þétt að askan hang-
ir saman í flögum og klumpum. Þarna
hlýtur að hafa verið mikið, og líklega
hávaxið gras þegar askan féll, en það
ætti að þýða að það hafi skeð um
hásumar þegar gróður var í fullum
blóma. Eins og lesa má hér að framan gaf
14C aldursákvörðun á þessu 6200± 100
ár. Annað ljóst öskulag er 12-14 cm
neðar og milli þeirra ýmist eitt eða tvö
svört öskulög. Þessi tvö síðast nefndu
öskulög með svo að segja sama milli-
bili fann ég neðarlega í sniðinu undir
Eldgjárhrauni við Ófæru, í Nauthólm-
Aldursákvarðanirnar eru þessar:
Nr.
Nr.
Nr.
Nr.
Nr.
U-2528.
U-2417.
U-2416.
U-2415.
U-6136.
1245
3520
3800
4810
6200
31 60
± 70
± 80
± 80
± 100
14C-ár (Jón Jónsson 1975)
14C-ár (Jón Jónsson 1979)
14C-ár (Jón Jónsson 1975)
14C-ár (Jón Jónsson 1979)
14C-ár
Nr. 1—4 er efni tekið við Dalbæ, en 5
er úr Ásgarðshálsum. Talið er frá ár-
inu 1950.
Jarðvegssnið (8. mynd) sýna annars
vegar (A) snið undir Eldgjárhrauni við
Ófærufoss, en hins vegar (B) snið í
Ásgarðshálsum ofan á Landbrots-
hrauni. Efsta Ijósa öskulagið, nr. 2 í
upptalningunni hér að ofan og sýnt er í
sniði B er gróft og vikurkennt, en ofan
á því er þykkt, svart öskulag. Er mér
nær að halda að þetta sé raunar eitt og
sama lag, þó hefur það ekki verið at-
um vestur af Leiðólfsfelli og við
Réttarfell á þrem stöðum. Frá neðra
ljósa laginu í Ásgarðshálsum eru um
54 cm niður á yfirborð Landbrots-
hrauns, en svo að segja ofan í því er
enn eitt Ijóst, örþunnt öskulag, og í því
má greina mosa. Virðist hraunið því
hafa verið aðeins mosagróið þegar sú
aska féll, en þá ætti aldursmunur
hraunsins og mosans ekki að vera ýkja
mikill mælt á þann mælikvarða, sem
hér er eðlilegt að nota, eða e. t. v.
nokkrir áratugir. Svo langt er hins veg-
17