Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 42
það allt í sér að það hlýtur að hafa
farið rólega fram, en hvað kom því af
stað?
Nýlega gerðar smásjárathuganir á
þessum kúlum hafa ekki gefið mikið
nýtt. Þær sýna ofur venjulegt móberg.
Inni í glerkornunum eru feldspat- og
pýroxen kristallar ásamt einstaka ólív-
íni. Eini sýnilegi munurinn á þessu
efni er sá að í einstaka tilfellum er
megin hluti kúlunnar úr tiltölulega
grófum glerkornum, en yst er lag úr
mjög fínu efni, sem einnig sam-
anstendur af smáum glerögnum og
einstaka kristöllum. í þessu fína efni
er myndbreyting (palagonitisering)
verulega meira áberandi en í því grófa.
Kornin liggja í ákveðna stefnu og
mynda þannig húð utan um grófara
efnið. Þannig líkist þetta því fyrirbæri
sem sjá má í svo nefndum ösku-
baunum (písólítum) (Sbr. Tómas
Tryggvason 1955). Sérstaklega upplýs-
andi hvað þetta varðar er ljósmyndin á
bls. 105. Það skal tekið fram að aðeins
í einu tilviki hef ég, svo óyggjandi sé,
fundið svona tilhögun glerkornanna í
þessum kúlum.
HEIMILDIR
Jón Jónsson, 1985. Hengiflug og hamrastallar.
— Útivist 11: 99—114.
Jón Jónsson. 1987. Jarðfræðikort af Reykjanes-
skaga. - Orkustofnun OS-JHD - 7831.
Tómas Tryggvason. 1955. Innri gerð ösku-
baunanna við Jarðbaðshóla. - Náttúrufr.
25: 105-106.
SUMMARY
Tuff balls in Iceland.
by
Jón Jónsson
Orkustofnun
(National Energy Authority)
Reykjavík
The author describes tuff balls in the
palagonite (móberg) formations in Mýr-
dalur, S Iceland and Krísuvík, SW Iceland.
The sizes range from 2—3 cm to 40—50 cm.
36