Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 46
MYNDUN KVIKUÞRÓA
Kvikuþró kallast hér svæði í kviku-
laginu sem er undir eldstöðvakerfi,
hefur hærra kvikuhlutfall en umhverf-
ið, og er þykkara en kvikulagið í kring
(3. mynd). Þessi skilgreining styðst við
jarðeðlisfræðilegar mælingar sem
benda til þess að kvikulagið sé allt að
14 km þykkt undir sumum eldstöðva-
kerfum, og að hlutfall kviku sé þar
hærra en í kring (Beblo & Axel
Björnsson 1980, Hjálmar Eysteinsson
& Hermance 1985). Einnig hefur kom-
ið í ljós að þvert á stefnu eldstöðva-
kerfa breytist dýpið á kvikulagið
gjarnan um 5 km á 20 km vegalengd
(Beblo & Axel Björnsson 1980,
Hjálmar Eysteinsson & Hermance
1985), en langs eftir gosbelti er dýptar-
breytingin hægari og fylgir nokkuð
eldstöðvakerfunum þannig að dýpið er
mest milli kerfa (Axel Björnsson
1985) .
I möttulstrókum, eins og þeim sem
talinn er vera undir íslandi (Kristján
Tryggvason o. fl. 1983), leitar upp
heitt möttulefni, og á ákveðnu dýpi
skilst kvika frá og leitar í átt að yfir-
borði. Vegna lítillar seigju streymir
kvikan mun hraðar upp en möttulefn-
ið í kring, og því er leyfilegt að Iíta svo
á að aðeins kvikan sé á hreyfingu en
möttulefnið sé kyrrt. Flæði vökva
(vatns) um sand og annað gljúpt (pór-
ótt) efni má lýsa með lögmáli sem
kennt er við Darcy og gildir einnig
fyrir flæði kviku um hálfbráðið möttul-
efni (Ribe 1985, Scott & Stevensson
1986) . Samkvæmt þessu lögmáli flæðir
kvika í átt að stöðum í kvikulaginu þar
sem stöðuorkan er lægst, eða, ef flæð-
ið er lárétt, þangað sem þrýstingur er
minnstur.
Stöðuorka kviku er jafnan minnst
þar sem skorpan fyrir ofan er að færast
í sundur vegna plötuhniks. Hér á landi
hefur sundurfærsla um plötuskil (rek-
hraði) verið að meðaltali 2 cm á ári
síðustu 12—14 milljón árin (Leó Krist-
jánsson 1979, Vogt o. fl. 1980).
Streitan (gliðnunin) vegna plötuhniks
verður aðallega í tiltölulega þröngum
beltum, svokölluðum rekbeltum (4.
mynd). Innan rekbeltanna brestur
skorpan helst þar sem hún er þynnst,
því að þar verður togspennusöfnunin
mest. Gangainnskot og eldgos eru
jafnframt algengust í þessum sömu
hlutum skorpunnar, enda dregst kvika
undir þessa hluta hennar og myndar
þrær (Ágúst Guðmundsson 1987).
Kvikuþrær geta af sér eldstöðva-
kerfi á yfirborði (Ágúst Guðmundsson
1987), og mörg slík kerfi mynda gos-
belti (3. mynd). Þar sem þykkt skorpu
milli kvikuþróa er talsvert meiri en yfir
þeim (3. mynd), getur léttasta kvikan
ekki flætt milli þróa. Kvika í tiltekinni
þró getur því þróast óháð og ólíkt
kviku í nálægum þróm, þótt uppruna-
lega sé kvika þeirra allra áþekk og
ættuð neðan úr möttli.
Kvika er talin vera 25% af rúmmáli
þróar (Ágúst Guðmundsson 1987),
sem er nokkru hærri hundraðshluti en
meðaltal kvikulags. Þetta mat er byggt
á því að kvikuþrær, samkvæmt skil-
greiningu, hafa hærra kvikuhlutfall en
aðrir hlutar kvikulagsins, en styðst
einnig við niðurstöður jarðeðlisfræði-
legra mælinga (Hjálmar Eysteinsson
& Hermance 1985). Þessi tala er þó
aðeins áætlað meðaltal, og dreifing
kviku innan þróar er örugglega breyti-
legt því kvika hefur tilhneigingu til að
safnast saman við topp þróar (botn
skorpu) og mynda samfellda kviku-
tjörn. Færð hafa verið rök að því að
svipuð samsöfnun kviku eigi sér stað í
hlutbráðnum lögum annars staðar í
möttlinum (Richter & McKenzie
1984). Hundraðshluti kviku er því lík-
lega hæstur í efri hluta þróar en
minnkar með vaxandi dýpi. Efsti hluti
40