Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 54
magn gosefna. Frá sjónarhóli kviku-
hólfa og þróa, og því sem rætt hefur
verið hér á undan, eru Kröflueldar
1975—1984 til dæmis mörg gos sem
mynda eina goshrinu. Svo fremi sem
hólfið eða þróin nær að hlaða sig milli
gosa eða kvikuhlaupa verður að líta á
þau sem aðgreind gos. Ef þessi skil-
greining er notuð er ljóst að rúmmál
hrauna sem mynduð eru í einu gosi er
oft ofmetið. Mörg nútíma hraun, sem
og eldri hraun, eru vafalítið mynduð í
mörgum gosum, en í einni goshrinu,
líkt og hraunið sem runnið hefur í
Kröflueldum. Meðalrúmmál hrauna,
eins og það er venjulega reiknað, kann
því að leiða til ofmats á stærð hólfa og
þróa.
Framleiðsla á sögulegum tíma
Hér skal reynt að meta framlag
hólfa og þróa til heildarframleiðslu
gosefna á sögulegum tíma, þ. e. á síð-
ustu 1100 árum. Áætlaður fjöldi gosa á
sögulegum tíma er um 230 (Ari
Trausti Guðmundsson 1982). Heildar-
rúmmál gosefna á sama tíma er 42 km3
(Sigurður Þórarinsson & Kristján
Sæmundsson 1979). Nú gjósa sumar
eldstöðvar á kringlóttu gosopi, en í
flestum tilfellum má samt reikna með
að gangur myndist í gosinu. Ef meðal-
gangurinn er áþekkur að rúmmáli og
sá sem áætlaður var fyrir sprungugos á
Reykjanesskaga (0,07 km3), er
heildarrúmmál gosganga um 16 km3.
Heildarframleiðslan í þessum sögu-
legum gosum er því um 58 km3, og
meðalframleiðsla í gosi verður 0,25
km3. Samkvæmt þessu þyrfti stærstu
gerð af kvikuhólfi, og það í skorpu
með óeciilega háum togstyrk, til að
senda frá sér meðalgos.
Þetta meðaltal er þó langt frá því að
vera algengasta rúmmál gangs og gos-
efna í sögulegum gosum. í fyrsta lagi
hafa tvö gos, Eldgjá 930 og Lakagígar
1783, til samans framleitt um 22 km3.
Gossprunga Eldgjár er í það minnsta
27 km löng (Sigurður Þórarinsson
1973) og Lakagígasprungan er 25 km
löng (Sigurður Þórarinsson 1967a).
Sameiginlegt rúmmál gosganganna er
hið minnsta 4 km3 og heildarrúmmálið
því 26 km3. Meðalrúmmál hinna 228
gosanna er þá 0,14 km3. Að auki, eins
og vikið var að hér á undan, verða
jarðeldar sem standa í marga mánuði
eða ár oft í goshrinum fremur en einu
samfelldu gosi. Þetta felur í sér að
margir atburðir sem skráðir eru í ann-
ála sem einstök gos voru í raun mörg
gos í þeirri merkingu sem hér er lögð í
orðið.
f öðru lagi sýna athuganir að algeng-
asta rúmmál gangs og gosefna getur
verið mun minna en meðalrúmmálið.
Út frá gögnum Jóns Jónssonar (1978)
hefur Ágúst Guðmundsson (1986b) til
dæmis sýnt að algengasta rúmmál nú-
tíma hrauna á Reykjanesskaga er að-
eins 0,015 km3 þótt meðalrúmmál
þeirra sé 0,11 km3. Ef Reykjanes-
skaginn er dæmigerður að þessu leyti
má álykta að flest nútíma gos á ís-
landi, og þar með flest söguleg gos,
séu mun minni að rúmmáli en meðal-
gosin.
Niðurstaðan er því sú að dæmigerð
söguleg gos gætu, að því er rúmmál
varðar, hafa komið úr grunnstæðum
kvikuhólfum í einstökum gosum. Þessi
niðurstaða er í samræmi við það að
flest söguleg gos hafa orðið í megin-
eldstöðvum (Sigurður Þórarinsson &
Kristján Sæmundsson 1979), en slíkar
eldstöðvar hafa margar, ef ekki flest-
ar, grunnstætt kvikuhólf.
SAMANTEKT
Meginatriði greinarinnar má draga
saman á eftirfarandi hátt:
48
i