Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 63
Gunnlaugur Pétursson:
Flækingsfuglar á íslandi:
Máfar *
INNGANGUR
Máfar teljast til ættbálks strandfugla
ásamt vaðfuglum, þernum, svartfugl-
um og kjóum. Meðal sameiginlegra
einkenna strandfugla má nefna höfuð-
beinagerð, fjölda handflugfjaðra og
gerð armflugfjaðra. Máfar skipa sér-
staka ætt innan ættbálksins, en máfar
og þernur eru þó oft talin til sömu
ættar.
Af máfaætt (Laridae) eru þekktar
um 45 tegundir, þar af 14 sem verpa í
Evrópu. Hér á landi verpa 7 þeirra:
hettumáfur (Larus ridibundus), storm-
máfur (L. canus), sílamáfur (L. fusc-
us), silfurmáfur (L. argentatus), hvít-
máfur (L. hyperboreus), svartbakur
(L. marinus) og rita (Rissa tridactyla).
Auk þess er bjartmáfur (L. glaucoi-
des) algengur vetrargestur hér við land
(Agnar Ingólfsson 1982).
í grein þessari er fjaílað um 8 teg-
undir máfa, sem flækst hafa hingað til
lands. Sumar þessara tegunda geta að
vísu tæplega talist flækingsfuglar, svo
sem ísmáfur (Pagophila eburnea), sem
er hér árviss vetrargestur, og dverg-
* Flækingsfuglar á íslandi. 4. grein:
Náttúrufræðistofnun íslands.
máfur (Larus minutus), sem er
alltíður vor- og sumargestur. Þernu-
máfur (Larus sabini) er líklega um-
ferðarfugl á hafsvæðunum umhverfis
landið, þó hann sjáist afar sjaldan á
grunnslóð hér við land.
Fundir tegundanna hér á landi eru
raktir í tímaröð til ársloka 1980. Marg-
ar hinna eldri athugana hafa áður birst
á prenti, en meginhluti þeirra er þó
óbirt gögn á Náttúrufræðistofnun ís-
lands. Gefið er lauslegt yfirlit yfir
fugla sem sést hafa til ársloka 1984, en
upplýsingar um þá hafa áður birst í
skýrslum um sjaldgæfa fugla á íslandi
(Gunnlaugur Pétursson & Kristinn H.
Skarphéðinsson 1983, Gunnlaugur
Pétursson & Erling Ólafsson 1984,
1985, 1986). Athuganir frá 1981 — 1984
eru þó teknar með í kortum og súlurit-
um. í súluritum eru sýndar fyrstu at-
huganir á fuglum, en ekki gefið yfirlit
yfir dvalartíma.
Flestir þeirra fugla sem safnað hefur
verið eru geymdir á Náttúrufræði-
stofnun íslands undir skrásetningar-
númeri (RM-númeri) og er þess þá get-
ið. í nokkrum tilfellum eru fuglar
skráðir undir Gnr-númeri, en það eru
gamlir hamir frá fyrir fyrir 1943, en
sumum þeirra var hent vegna
skemmda árið 1941 eða fyrr. Nokkrir
Náttúrufræðingurinn 57 (1-2), bls. 57-79,1987.
57