Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 65
1. mynd. Ársgamall hláturmáfur, Heimaey í Vestmannaeyjum, 19. júlí 1972. - First-
summer Laughing Gull (Larus atricilla) on Heimaey, Vestmannaeyjar 19 July 1972.
(Ljósm./p/ioío Lars Larsson & Mats Wallin).
TEGUNDASKRÁ
Hláturmáfur (Larus atricilla)
Hláturmáfar verpa á Atlantshafs-
strönd N-Ameríku, frá Nova Scotia
suöur til Venezuela. Þeir hafa vetur-
setu frá N-Karólínu til noröurhluta S-
Ameríku. Hláturmáfar eru strandfugl-
ar og sjást lítið inn til landsins. Þó
sækja þeir nokkuð í nýplægða akra.
Hláturmáfar fylgja gjarnan skipum og
sjást þá stundum fjarri landi. Þeir
verpa í byggðum í vel grónum hólm-
um, en einnig á sandeyrum og sjávar-
fitjum.
Hláturmáfar sjást annað slagið í
Evrópu, á öllum árstímum, en talið er
að flestir þeirra komi yfir Atlantshaf á
haustin eða snemma vetrar. Þeir eru
nær árvissir á Bretlandseyjum og hafa
einnig sést í nokkrum löndum V-Evr-
ópu og NV-Afríku.
Hér á landi hafa hláturmáfar sést
fjórum sinnum með vissu:
1. Heimaey, Vestm, 14. nóvember 1968 (9 ad
RM3359). Ólafur Sigurðsson.
2. Sandgerði á Miðnesi, Gull, 26. desember
1971 (<3 imm RM3360). Sigurður Blöndal,
Porsteinn Einarsson.
3. Heimaey, Vestm, 18.-19. júlí 1972 (imm).
Lars Larsson, Mats Wallin. (1. mynd).
4. Höfn í Hornafirði, A-Skaft, 7. júlí 1975
(ad). Páll H. Benediktsson. (2. mynd).
Hláturmáfar eru heldur minni en
stormmáfar og hlutfallslega útlima-
lengri en þeir. Ungfuglar á fyrsta ári
eru dökkgráir á baki, vængjum,
hnakka og bringu. Handflugfjaðrir eru
svartar og svart breitt belti er yst á
hvítu stélinu. Nef og fætur eru dökk-
59