Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 73
7. mynd. Ársgamall hringmáfur í Reykjavík, maí 1982. — First-summer Ring-billed Gull
(Larus delawarensis), Reykjavík, .SW Iceland, May 1982. (Ljósm.Iphoto Jóhann Óli
Hilmarsson).
Einnig er hægt að rugla saman ungum
hringmáfum og silfurmáfum. Færni
fuglaskoðara í hringmáfagreiningum
hér sem og víða í Evrópu hefur aukist
undanfarin ár. Þetta skýrir einnig að
nokkru leyti þann aukna fjölda hring-
máfa sem sést hafa austanhafs undan-
farið.
Hér á landi sást fyrsti hringmáfurinn
1978, og hefur tegundarinnar orðið
vart nær árlega síðan.
1. Miðsandur í Hvalfirði, Borg, 3.-4. sept-
ember 1978 (d ad RM6933). Kristinn H.
Skarphéðinsson o.fl.
2. Garður, Gull, 21.-30. mars 1980 (ársgam-
all). Sami fugl sást síðan í Reykjavík (Ell-
iðaárvogi), 6. maí til 13. október 1980.
Þekktist hann á einkennum á væng. Gunn-
laugur Pétursson & Kristinn H. Skarphéð-
insson (1982).
3. Reykjavík (Elliðaárvogur), 22.-23. apríl
1980 ( 9 ad RM6925). Gunnlaugur Péturs-
son & Kristinn H. Skarphéðinsson (1982).
4. Reykjavík (Elliðaárvogur), 5.-7. maí 1980
(9 ársgamall RM6926). Gunnlaugur Pét-
ursson & Kristinn H. Skarphéðinsson
(1982).
Árið 1980 sáust þrír einstaklingar og líklega
þrír árið eftir (e.t.v. fjórir). Árið 1982 sáust
a.m.k. tveir einstaklingar (ársgamall og tveggja
ára), en e.t.v. allt að fimm (7. mynd). Árið 1984
varð tveggja fugla vart. Annar þeirra sást við
Höfn í Hornafirði og var það í fyrsta sinn sem
hringmáfur sást utan Suðvesturlands.
67