Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 75
9. mynd. Fullorðinn rósamáfur við Sand í Aðaldal, S.-Þing, 25. júní 1982. - Adult
Ross’s Gull (Rhodostethia rosea), Sandur í Aðaldal, N Iceland,25 June 1982. (Ljósm./
photo Flemming Christensen).
landi (við Disco flóa), á NA-Græn-
landi, á Svalbarða, í íshafshéruðum
Kanada og ef til vill víðar.
Lítið er vitað um það hvar rósamáf-
ar dvelja utan varptíma vegna þess
hve þeir eru fáséðir á þeim tíma, en
talið er að þeir séu mestmegnis í íshaf-
inu að vetrarlagi. Nýlegar rannsóknir
sýna að stórir hópar geldfugla og ung-
fugla halda til við ísröndina norðan
Svalbarða í júlí til september. Stórir
hópar fara einnig meðfram ströndum
N-Alaska inn í N-íshafið að haustlagi
(Bledsoe & Sibley 1985). Varptil-
raunir og aðrir sumarfundir við N-ís-
haf langt frá varpheimkynnum benda
til þess að fullorðnir fuglar dvelji þar
jafnvel í einhverjum mæli að sum-
arlagi og fari e.t.v. ekki á varpstöðv-
arnar í NA-Síbiríu.
Fæða rósamáfa er aðallega ýmsir
hryggleysingjar og smáfiskar. Rósa-
máfar verpa í litlum byggðum, stund-
um innan um kríur, á þurrum hólmum
á mýrasvæðum.
Rósamáfar sjást stöku sinnum á N-
Atlantshafi og einn fugl hefur jafnvel
slæðst suður í Miðjarðarhaf. Þeirra
verður vart á öllum árstímum í Evr-
ópu, en eru þó algengastir að vetrar-
lagi, frá nóvember til febrúar og aftur í
apríl og maí. Fáir sjást hins vegar á
sumrin. Til ársloka 1985 hafa um 45
fuglar sést við Bretlandseyjar (Rogers
69