Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 82

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 82
íslandi, eins og að framan greinir. Auk nokkurra tímasettra athugana á ísmáfum, er þeirra víða getið í heim- ildum frá síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu, og þá sem fremur sjaldgæfra vetrargesta norðan úr Ishafi. Oftast hafa ísmáfar sést einir sér. Nokkrum sinnum hafa þeir þó sést í hópum, og ótímasettar athuganir og umsagnir eru nokkrar. Hantzsch (1905) hefur það eftir Grímseyingum, að ísmáfar séu þar „ekki sjaldgæfir“ á vetrum. Dinesen (1926) kveðst hafa séð þá nokkrum sinnum að vetrarlagi við Húsavík, auk þeirra sem hann safnaði. Nokkrir sáust á Hjalteyri í desember 1945 (skv. Kristjáni Geir- mundssyni), og Grímseyingar töldu þá sjást oft við Grímsey á árunum kring- um 1960 (skv. skýrslu frá Þorsteini Einarssyni). Um 30—40 fuglar sáust út af Borgarfirði eystra í apríl/maí 1968 (skv. Ólafi Aðalsteinssyni). ísmáfar voru einnig algengir við ísröndina norðan Grímseyjar veturinn 1980—81 (skv. Óla Birni Ólasyni). ísmáfar ku einnig hafa sést á Ingjaldssandi, V- ísf., sérstaklega eftir norðanátt (Arn- þór Garðarsson o.fl. 1980). Ismáfa verður vart hér frá því í októ- ber fram í maí (12. mynd), bæði full- orðinna og ungra fugla. Fjöldi ísmáfa hefur aukist nokkuð á síðustu árum, eftir að tekið var að safna skipulega upplýsingum um sjaldséða fugla. Árin 1969 og 1984 skera sig nokkuð úr hvað fjölda fugla snertir. Ljóst er að ísmáfar eru tíðari en svo hér við land, að þeir geti talist flæking- ar. Vetrarheimkynni ísmáfa ná suður undir ísland, og ræðst fjöldi þeirra hér við land líklega fyrst og fremst af legu ísjaðarins og veðurskilyrðum. Þótt ís- máfar hafi sést víða við strendur landins eru þeir þó tíðastir norðan- lands eins og vænta má, sérstaklega við Grímsey, Skjálfanda og Eyjafjörð (13. mynd). ísmáfar eru frábrugðnir öðrum máf- um hvað búningaskipti snertir. Ung- fuglar eru orðnir mjög líkir fullorðn- um fuglum þegar í apríl — maí og fá fullorðinsbúning á öðru hausti. ÞAKKIR Þakkir skulu færðar þeim Arnþóri Garð- arssyni, Erling Ólafssyni, Jóhanni Óla Hilmarssyni, Kristni Hauki Skarphéð- inssyni og Ævari Petersen, en þeir lásu greinina yfir í handriti. Einnig voru þeir Ib Petersen og Ævar Petersen svo vinsam- legir að yfirfara upplýsingar um hami í Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn. Höf- undur naut einnig góðs af tölvu Verkfræði- stofu Sig. Thoroddsen við teikningu mynda. HEIMILDIR Agnar Ingólfsson 1982. Máfar, kjóar og skúmar. — Fuglar. Rit Landverndar 8: 61 — 76. Agnar Ingólfsson & Arnþór Garðarsson 1957. Fuglalíf Seltjarnarness. Viðbótarathuganir. — Náttúrufr. 27: 126-133. Arnþór Garðarsson, Ólafur Karl Nielsen & Agnar Ingólfsson 1980. Rannsóknir í Ön- undarfirði og víðar á Vestfjörðum 1979: Fuglar og fjörur. — Líffræðistofnun Há- skólans, fjölrit nr.12. Reykjavík. Atkinson, G.G. 1833. Journal of an Expedition to the Faroe and Westman islands and Ice- land. Vol II. 64 bls. Afrit af handriti á Náttúrufræðistofnun íslands. Benedikt Gröndal 1895. íslenskt fuglatal. - Skýrsla um Hið íslenska náttúrufræðisfélag, félagsárin 1894—1895: 17—71. Reykjavík. Benedikt Gröndal 1901. Zur Avifauna Islands. - Ornis 11: 449-459. Bjarni Sæmundsson 1905. Zoologiske Meddel- elser fra Island, VIII-IX. — Vidensk. Meddel. fra Dansk Naturh. Foren. 57: 5- 19. Bjarni Sæmundsson 1911. Fágæt dýr í safninu. - Skýrsla um Hið íslenska náttúrufræðisfé- 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.