Náttúrufræðingurinn - 1987, Síða 89
2. mynd. Framleiðni breytist eftir gosbeltinu eins og sýnt er á stöplaritinu (Sveinn
Jakobsson 1972). Hvítt er þóleiít í gliðnunarbeltum, rákótt alkalíbasalt á Snæfellsnesi og
Suðurlandi, en súrt og ísúrt berg skyggt. - Histogram showing variableproductivity along
the volcanic zones, from SW to NE (Jakobsson 1972). White denotes tholeiitic rocks in the
rift zones, striated are alkalic rocks in Snœfellsnes and S Iceland, shaded are silicic rocks
(cf. Fig. 3).
ráð fyrir að rúmmál landsins haldist
óbreytt er ljóst að landeyðing er mjög
hröð.
HRINGRÁS BERGS í GOS-
BELTUM
Guðmundur Pálmason (1973, 1981)
umreiknaði ofangreindar tölur sem
framleiðni gosbergs á lengdareiningu í
330 km löngu gosbelti þvert yfir landið
(sjá 1. mynd), þ.e. þverskurðarflat-
armál hins nýja gosbergs er 133 km /
Ma per lengdareiningu (330 km x 133
km2 = 44.000 km3). Landið gieikkar
sem nemur 20 km/Ma um gosbeltin,
og hlæðust þessi gosefni einfaldlega
upp yfir gosbeltinu, mynduðu þau rétt-
hyrndan hrygg þvert yfir landið, 6,65
km háan eða, svo notað sé jarðfræði-
lega skynsamlegra líkan, 13,3 km háan
hrygg með þversniði jafnarma þríhyrn-
ings (1. mynd a). Þetta gerist greini-
lega ekki. Landið sígur undan fargi gos-
efnanna en yfirborðið helst í svipaðri
hæð (1. mynd b). Jafnframt vex hlut-
fall ganga (innskota) með dýpi í
skorpu og er um 80% á 10 km dýpi, en
meðalhlutfallið um 40% (Walker
1960, Guðmundur Pálmason 1973).
Hin basaltíska skorpa á íslandi utan
gosbeltanna er um 10 km þykk, en
skorpa úthafanna fjarri heitum reitum
6 km þykk. Á íslandi myndast þá 200
km2 ný skorpa á milljón árum (20 km
gliðnun x 10 km þykkt), og af henni
eru 80 km2 gangar og 120 km2/Ma
yfirborðshraun. Borið saman við 133
km2/Ma framleiðslu hrauna er ljóst að
11% þeirra eru endurbrædd (133/120
= 1,108); hraunin sökkva niður í
skorpuna, bráðna og koma upp aftur.
Sveinn Jakobsson (1972) gefur yfir-
lit yfir rúmmál gosbergs eftir gosbelt-
um (2. mynd). Framleiðnin er mest
um mitt landið en minnkar til end-
83