Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 8
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN flatbotna. Enn seinna breytist ijalllendið í einstök aðgreind fell, sem rísa upp af lágu, flötu landi. Landslag með breiðum flatbotna dölum má kalla þroskað í samanburði við hið unga landslag, sem einkennist af þrengri V-laga dölum, en gamalt er formið þegar það einkennist af strjálum lágum fellum, sem eftirstöðvum fyrra fjall- lendis. Þannig má sjá mismunandi þróunarstig í landslaginu. Jöklar vinna á annan hátt en rennandi vatn, þverskurðir dala verða U-laga, og þar sem jöklar sitja í slökkum hátt í lilíðum verða fjöllin eggjótt og landsformið tætt og riiið. Undirlendi í dalnum getur orðið óreglulegt og botninn jafnvel náð niður fyrir sjávarmál. Segja má, að það sé vel ljóst, hvernig hinir ýmsu drættir lands- lags verða til, eða möguleiki sé á að rekja þá til sérstakra orsaka, en um tímann, sem myndun tiltekins landslags tekur, gegnir alit öðru máli. Þar eru hugmyndirnar oft eða oftast óljósar og á það vel við um íslenzkt landslag. Við tímasetningu í jarðsögunni verður yfir- leitt að styðjast við dýra- og plöntuleifar, en af þeim mætti vera meira hér á landi. Auk þess eru slíkar leifar mjög grófur tíma- mælir þegar um lágan jarðfræðilegan aldur er að ræða, þ. e. ísalda- tímann og alllangt skeið þar á undan. Áætlað hefur verið að meðal viltra æðri dýra þurfi tegund eitthvað kringum l/> milljón ára til að breytast svo greinilega, að hsegt sé að telja hana nýja tegund og hjá lægri dýrum og jurtum gengur þróunin yfirleitt hægar. Að nota svo hæggengan og óvissan tímamæli sem breyting tegundanna er, við aldursákvarðanir fáar milljónir ára aftur í tímann, verður ærið ófullnægjandi. Geislavirk efni eru eini tryggilegi tímamælirinn í jarðsögunni til ákvörðunar á tímabilum, sem nema hundruðum milljónum ára. En nákvæmni slíkra mælinga hefur fram til þessa verið lítil og mæling styttri tímabila en 10—20 milljón ár ekki komið til greina (nema svo aftur neðan við 30—50 þúsund ár). Nú er þó fundin að- ferð, sem byggist á breytingu geislavirks kalíums í argon og er hún talin duga niður í 2 milljónir ára. Enn væri þá eftir tveggja milljón ára óbrúað bil.1) Það verður þannig erfitt að styðjast við slíkar aðferðir ef rekja á þróun landslags nokkrar milljónir ára til baka og leita verður I) Mjög væri æskilegt að reyna hér á landi þessa aðferð til aldursgreiningar. Bíótít er talið heppilegasta efnið til þessa, en óvíst hversu auðvelt verður að vinna það hér.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.