Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 9
LANDSLAG Á SKAGAFJALLGARÐI 3 annara leiða. Ætla mætti, að góð hugmynd um hraða landslags- myndunar fengist með mælingu árframburðar og er það raunar sú aðferð, sem jarðfræðingar 19. aldar studdust mikið við og gaf þeim allgóðar hugmyndir urn aldur jarðsögunnar. Ef notaðar eru bráðabirgðatölur um árframburð hér á landi sýnir lauslegur reikn- ingur að liann svarar til þess að landslagið gæti hafa mótast á svo sem milljón árum, þótt lengri tími sé raunar sennilegur. Önnur leið er sú að áætla rúmtak gilja, sem grafizt hafa á þeim 10—12 þúsund árum, sem liðin eru frá því að jökla ísaldar leysti af landinu, en um það má sums staðar fá allgóðar hugmyndir. Óviss- an í báðum þessum aðferðum er þó augljós. Fyrir því er t. d. engin trygging fyrirfram né heldur líkur, að núverandi árframburður svari til meðaltals síðustu milljón ára. Af þessum sökum hefur á 20. öldinni verið lítill áhugi á svona aðferðum og það er fyrst upp á síðkastið, að hann virðist vera að glæðast eitthvað. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar, að tæplega væri liægt að kom- ast hjá því til lengdar að fá tímann inn í landslagsmyndunina með rannsókn á landslaginu sjálfu og ég hef gert mér vonir um, að með miklum efnivið varðandi hraða í landeyðingu gæti hér með tíman- um orðið um viðunandi aðferðir til aldursgreiningar að ræða. Þó eru víðtækar athuganir í náttúrunni ekki einhlítar, heldur yrði nauðsynlegt að finna jafnframt almennan reikningsgrundvöll svo að tölugildi, sem fundin eru í einu tilviki, sé hægt að færa yfir á annað dæmi. í því dæmi, sem hér liggur fyrir, er spurningin sú, eftir hverju sé hægt að meta hlutfallslegan aldur ungu og gömlu dalanna. Ef viðunandi reikningsgrundvöllur væri fenginn, en hann þyrfti auðvitað að prófa með vel þekktum dæmum, væri komin aðferð, sem mjög víða mætti nota, þótt algildur tímamælikvarði væri aðeins fáanlegur á einstaka svæði. Þótt geislavirk efni kunni að lokum að verða hið eina, sem aldur verður byggður á, verða slíkar aðferðir aldrei notaðar nerna á þeim fáu stöðum þar sem hin nauðsynlegu efni finnast, en landslag á ýmsu aldursskeiði er alls staðar, að segja má. Þörfin á því að geta metið aldur landslags beint er auðsæ, en hvernig á að reikna út breytingar, sem bersýnilega eru hinum mestu tilviljunum háðar? Strandar ekki hver slík tilraun á þessum óútreiknanlegu tilviljunum? Þótt undarlegt kunni að virðast í fyrstu þá er hægt að svara þessu að nokkru leyti neitandi. Tilviljanir,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.