Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 1958, Side 10
4 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sem nógu oft koma fyrir, ganga út hver á móti annarri og heildar- útkoman verður reglum háð og er þetta vel þekkt á ýmsum svið- um. Þetta á og við um suma þætti landslagsmyndunar að minnsta kosti. Hvernig steinvölur velta eftir árbotni er tilviljun háð og til- viljun gæti t. d. ráðið því, að völurnar sneiddu alltaf lijá vissum bletti í botninum, þannig að hann slyppi við eyðingu. Árbotn, frá upphafi til ósa gæti því orðið mjög óreglulega lagaður, þótt alls staðar væri jafnhörð bergtegund. En reynslan sýnir allt annað; til- viljanirnar ganga út og lengdarþverskurður eftir ánni verður í stórum dráttum mjög reglulega lagaður. í þroskuðum dal getur hann orðið svo reglulegur að honum megi gefa stærðfræðilegt heiti : lógariþma- eða hýperbólulínu. Fleiri þættir landslagsmyndunar eru reglum háðir, en það er nauðsynlegt að greina á milli þeirra tilviljana, sem koma oft fyrir og munu ganga út í heildarútkomu, og hinna, sem þetta á ekki við um. Tíðleiki tilviljananna verður að vera mikill miðað við það tímabil, sem er til athugunar. Þegar svo er, ráða í heildarútkomu þeir kraftar, sem eru reglu háðir. Vil ég nú athuga nokkuð hvert þetta sjónarmið getur leitt þegar tekin er fyrir heildareyðing stærra landsvæðis. Eyðing er talin hefjast með því, að flatt, láglent svæði rís fyrir áhrif innri jarðkrafta og úr því verður hærri slétta. Risið hugsa ég mér að gerist svo hratt, að telja megi eyðinguna hefjast að því loknu og er þetta þá eitt dæmi af mörgum hugsanlegum um hlutfallið milli ris- og eyðingarhraða. Eyðingin gæti verið í því fólgin, að ofan af sléttunni ætist alls staðar jafnt. Þetta gerist þó ekki, lieldur verður mest eyðing þar sem vatnið rennur. Sú eyðing beinir aftur meira afrennsli inn til lækkuðu hlutanna þannig, að allt miðar að skiptingu í dali og fjöll. Rúmmál dals er að litlu leyti fólgið í því, sem er eiginlegur nið- urgröftur aðalárinnar, heldur er það halli hlíðanna, sem gefur rúm- málið og hann er skapaður af öðru, þyngdarkraftinum eins og hann verkar beint á laus efni, og af rennandi vatni dreifðu á smærri sitrur, þótt niðurgröftur árinnar sé hinsvegar forsenda þess, að þess- ir kraftar fara að verka. Áhrif jökla eru hér ekki tekin til athugunar. Þyngdarkrafturinn og straumhraði vatnsins eru í réttu hlutfalli við sini, þar sem i er hlíðarhallinn, þrýstingur vatnsins á laust efni svo og flutt efnis-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.