Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 22
12 NÁT'l'ÚRUFRÆÐ INGURINN ,,vatnsráns“. Hinir einangruðu partar lorna dalsins verða þurrir og þar geymast hraunin vel. Um Laxárdal rennur hinsvegar stöð- ugt á, hún lækkar dalbotninn nokkuð og hraun, sem þar hafa senni- lega verið, eru að langmestu leyti horfin. En einnig Laxárdalur verður fyrir vatnsráni. Að sunnan skerst Þverá inn í hann og Auð- ólfsstaðaskarð rænir vatni frá nær öllum suðurliluta dalsins, bæði að austan og vestan, eins og áður var getið. Meginár, eins og Blanda og Svartá, grafa djúpa en þrönga dali. Þegar aðalþættir myndunarsögunnar eru þannig ljósir, er auð- velt að rekja sig áfram víðar. Allt landslag Skagafjallgarðsins sýnir hin tvö misgömlu form. Annars vegar djúp og víð skörð og víðir dalapartar opnir í báða enda, sem stafa frá eldra skeiðinu, og liggja um og yfir 300 m hæð, liins vegar nokkrir þröngir dalir, sem skerast inn frá næsta láglendi. Að austan er dalur Gönguskarðsár frá yngra skeiði. Milli Hryggjafjalls og Stakkfells hefur hann brot- izt inn í fornan dal, sem lá samsíða Laxárdalnum. Vestan Llryggja- fjalls liggur einangraður hluti dalbotnsins, liýj km á breidd og í 345 m hæð. Þar suður af lieitir Víðidalur og hefur grafizt þar mjórri renna, mest 100 m á dýpt, í botn gamla dalsins. Þessi dalur, sem hefur samband við Laxárdal um Litla Vatnsskarð (340 m), endar í tveimur 500 m háurn, breiðum skörðum, annað, Mjóadalsskarð, liggur yfir í Laxárdal, hitt yfir í framhald Víðidals til suðurs og suðausturs, Valbrandsdal, sem liggur í 500 m hæð. Þröngidalur hefur brotizt hér inn frá vestri og lækkað forna dalbotninn um 100 m. Reykjaskarð er óverulegur „innbrots“-dalur frá austri inn í Valbrandsdal, en annars er rennsli til austurs áberandi lítið. Þröngi- dalur, sem flytur vatn vestur í Svartá, sækir það alla leið austur á brún Sæmundarheiðar í Skagafirði í 550 m hæð og þannig er nær allt afrennsli af svæðinu norður af Stóra Vatnsskarði, milli Skaga- fjarðar og Laxárdals, til vesturs og norðurs. Þetta gæti verið skýr- ing þess að skarða- og dalahæðir eru hér um 150—200 m meiri en vestar og norðar. Hér væri „uppland" á hinu forna dalaskeiði. Hinum forna Víðidal má fylgja til norðurs þar til hann mætir eystri Laxárdal við Sandfell. Á þessum slóðum sjást nokkrar leif- ar hins forna 300 m hæðarmarks. Ambáttardalur er 280 m hátt, vítt skarð, sem opnast vestur í Mjóadal, en þar hefur yngri dalur, Hvammshlíðardalur, brotizt inn frá Norðurárdal. Vestar er Brunn- árdalur með Haukaskarði, 1 km breitt sund með um 300 m botni,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.